Fréttir

Vikupóstur úr 2. bekk

Kæru foreldrar Það voru mjög spennt börn sem héldu af stað í haustfrí í dag :-)
Lesa meira

Ný kynslóð af Mentor

Mentor hefur gefið út nýtt viðmót fyrir nemendur og foreldra sem sérstaklega er hannað með spjaldtölvur í huga en er einnig aðgengilegt í gegnum flesta snjallsíma. Kynningarmyndband um nýja viðmótið má nálgast á vef Mentor og hér. Brekkuskóli fagnar þessum breytingum og óskar Mentor til hamingju með áfangann.
Lesa meira

Vikupóstur úr 5. bekk

Takk fyrir komuna í skólann miðvikudaginn 16. október.  Við vorum mjög ánægðar með 1-5-8 fundina. Margt gagnlegt var rætt m.a. afmælisboð, sígilt umræðuefni.
Lesa meira

Sænskur rithöfundur í heimsókn

Kim M. Kimselius er sænskur rithöfundur sem kom í heimsókn í Brekkuskóla dagana 16. og 17. október. Norræna félagið á Íslandi, í samstarfi við Norrænu upplýsingaskrifstofuna og Norræna félagið á Akureyri, stóð fyrir heimsókninni og er markmiðið að auka þekkingu barna og unglinga á Norðulandamálum.
Lesa meira

Framtíðarsýn í upplýsinga- og samskiptatækni

Kennarar Brekkuskóla ræða framtíðarsýn í upplýsinga- og samskiptatækni í skólastarfi á kennarafundi. Unnið var í hópum og voru niðurstöður skráðar í rafrænt samskiptanet todaysmeet.com Niðurstöður verða nýttar við áframhaldandi vinnu.
Lesa meira

Drekameistarinn

Á skólasafni Brekkuskóla hafa nokkrir bókatitllar verið listaðir upp í þrjár mismunandi "drekagráður". Nemandi tekur þátt með því að merkja við þær bækur sem hann hefur lesið í gráðunni sem hann velur sér. Þegar hann hefur lokið við að lesa þær allar fær hann drekameistaratitil!  Sjá nánar um drekagráðurnar hér.  
Lesa meira

Hljóðbókasafn Íslands

Hljóðbókasafn Íslands er ríkisstofnun sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Lögbundið hlutverk safnsins er að opna þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur, aðgang að prentuðu máli, á hljóðbók eða öðru aðgengilegu formi. Lánþegar safnsins eru sjónskertir, lesblindir og aðrir sem glíma við prentleturshömlun af einhverju tagi. Safnið framleiðir námsbækur fyrir framhaldsskólanema á hljóðbók eða rafrænu formi og leggur sérstaka áherslu á þjónustu við nemendur.  Árlega eru lesnar inn um það bil 300 hljóðbækur á safninu. Jafnframt eru erlendar námsbækur framleiddar með hjálp talgervilstækni. Lánþegar safnsins geta auk þess fengið lánað efni frá hljóðbókasöfnum á öllum Norðurlöndunum. Nemendur með lesblindugreiningu fá aðgang að hljóðbókasafninu þegar greining liggur fyrir.
Lesa meira

Ljósmyndari fimmtudaginn 3. okt.

Íris Pétursdóttir ljósmyndari kemur til okkar fimmtudaginn 3. október og tekur myndir af 1., 4., 7. og 10. bekk. Foreldrar geta í framhaldinu fengið keyptar myndir af börnum sínum og bekk/árgangi þeirra. Pakkinn fyrir hvern nemanda inniheldur: Bekkjarmynd í str. 20x25cm með nöfnum allra nemenda ásamt kennara einstaklingsmynd, 1 stk. 13x18cm og 2 stk. 10x15cm Þegar myndirnar eru tilbúnar fá foreldrar tilkynningu um það í netpósti frá skólanum þar sem allar myndir bekkjarins liggja frammi til skoðunar. Hægt verður að kaup þær hjá ljósmyndaranum ákveðinn dag í skólanum. Allar frekari upplýsingar verða sendar foreldrum í netpósti þegar þar að kemur.  
Lesa meira

Fréttabréf - október

Októberfréttabréf skólans er komið út. Í blaðinu er að finna ýmislegt um skólastarfið í liðnum mánuði og það helsta sem framundan er. Við vekjum sérstaka athygli á auglýsingu um komu ljósmyndara í þessari viku. Í Fréttabréfinu fær skólasamfélagið einnig viðburðadagal sem gott er að nýta í tengslum við annað skipulag fjölskyldunnar. Fréttabréfið má nálgast hér. Með kveðju úr skólanum! Stjórnendur og starfsfólk Brekkuskóla
Lesa meira

Myndir frá liðinni viku

Hér má finna nokkrar myndir frá liðinni viku. Berjaverkefni og bekkjarsáttmáli - 1. bekkur Úr setustofu nemenda Saumar og smíðar Danska í 9. og 10. bekk
Lesa meira