Forritun

Í Brekkuskóla er kennd forritun í 4. - 6. bekk og í valgrein í 8. - 10. bekk sem er hluti af skólanámskrá skólans. Kennslan byggir á því að kenna nemendum á möguleika tækninnar í gegnum leikjaforritun. Helsta markmið kennslunnar er að nemendur fái kynningu á undirstöðuatriðum forritunar með ómeðvituðum lærdómi í gegnum leik. Þannig byggjum við meira upp notendur tækninnar í stað þess að nemendur séu eingöngu ógagnrýnir neytendur hennar.
Við Brekkuskóla starfa fjórir kennarar sem hafa lært grunnatriði forritunar fyrir kennslu með nemendum. Þar að auki er einn nemandi sem hefur þjálfað sig upp hjá Skema, til að vera aðstoðarkennari í forritun með aðferðafræði Skema. Nemandinn er Arnór Gjúki í 8. HS og fær hann kennsluna metna til náms. Námskeið Skema eru kennd á Akureyri hjá Símey fyrir þá sem hafa áhuga á að læra meira um forritun eða hefja nám fyrr en í 4. bekk.

Skema aðferðafræðin
er studd af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði og hefur það markmið að kenna ungu fólki frá 6 ára aldri að forrita. Undirstöðuatriði aðferðafræðinnar byggja á jákvæðni, myndrænni framsetningu og notkun á þrívíðum forritunarumhverfum til að stíga fyrstu skrefin inn í heim tækninnar (Sótt af vef Skema).

Myndir frá forritunarkennslu í Brekkuskóla

Slóðir að verkefnum sem unnin hafa verið í skólanum:

Forritun með Alice
Hreyfimyndagerð með 4. bekk

Kennari þessara námshópa er Sigríður Margrét Hlöðversdóttir