Fréttir

Brekkuvision í 8. - 10. bekk

Brekkuvision hæfileikakeppni hjá 8. - 10. bekk var eitt af því sem nemendur tóku sér fyrir hendir áður en páskaleyfi skall á. Þetta var góð skemmtun. Myndir frá hæfileikakeppninni. Vinningshafar voru þær Diljá Ingólfsdóttir og  Fanney Ísaksdóttir 10. HDM 2. sæti hlaut hópur nemenda úr 9. SGP sem sýndi arabískan dans 3. sæti kom í hlut stúlknanna Glóeyjar 8. HSk. og  Elísu Ýrr Erlendsdóttur í 10. FDG en þær voru jafnar að stigum. Verðlaun voru veitt í formi viðurkenningarskjala, skúffukökuveislu fyrir vinningsbekkinn og lítilla páskaeggja fyrir aðra verðlaunahafa. Kærar þakkir fyrir góða skemmtun!
Lesa meira

Vöfflukaffi í 1. bekk

Morgunkaffi í 1. bekk er ein hefðin sem skapast hefur í skólastarfirnu. Þá bjóða 1. bekkingar foreldrum í heimsókn í kringum sumardaginn fyrsta. Vöfflur eru bakaðar af 10. bekkingum sem safna fyrir skólaferðalagi. Hér eru nokkrar myndir frá vöfflukaffinu og verkefnavinnu foreldra með nemendum, þar sem farið var í verkefni um þarfirnar.
Lesa meira

Brekkuskóli í toppbaráttunni

Íslandsmót grunnskólasveita í skák fór fram á Stórutjarnaskóla sl. laugardag.Brekkuskóli stóð sig líka með prýði og hafnaði í 4-5. sæti. Sveit skólans var sú næstyngsta í keppninni og víst að hún á mikið inni fyrir næstu keppni. Óliver Ísak Ólason, Gabríel Freyr Björnsson, Garðar Gísli Þórisson, Sigurður Brynjar Þórisson og Victor Örn Garðarsson. Strákarnir stóðu sig virkilega vel og eru í mikilli framför. Það er mikil eftirvænting að sjá hvernig þeir standa sig á Íslandsmóti barnaskólasveita(1-7. bekk) á næsta ári.
Lesa meira

Morgunmóttaka í 1. bekk

Morgunmóttaka hjá 1. bekk verður fimmtudaginn 10. apríl 2014 kl. 08:00 - 09:15. Seldar verða vöfflur og kaffi í matsal skólans. Ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar. Verð á vöfflu er 350 kr. og 50 kr. kaffið. Að þessu sinni verður boðið upp á stutta kynningu á vinnu nemenda í uppbyggingarstefnunni og sýnismöppur nemenda liggja frammi þar sem foreldrar geta flett þeim með börnum sínum. Sjáumst í skólanum!
Lesa meira

Páskavefur

Námsgagnastofnun hefur gefið út sérstakan páskavef.
Lesa meira

Reiðhjól og hjólaleiktæki

Nemendum skólans er heimilt að koma á reiðhjólum í skólann frá 7 ára aldri. Það er mjög mikilvægt að gengið sé frá hjólum við skólann. Reiðhjól og önnur hjólaleiktæki eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra, einnig er það á ábyrgð forráðamanna að nemendur noti viðeigandi öryggisbúnað. Umferð reiðhjóla á skólalóð á skólatíma er bönnuð. Umferð annarra hjólaleiktækja en reiðhjóla á skólalóð miðast eingöngu við frímínútur og hádegi á malbikaða vellinum austan megin við aðalbyggingu. Því miður er ekki hægt að geyma hjólaleiktæki inni í skólanum. Þessar reglur eiga einnig við um rafhjól og vespur.
Lesa meira

Hafsteinn í 1. sæti

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekkjum grunnskólanna á Akureyri fór fram í Menntaskólunum á Akureyri (MA) þann 2. apríl 2014. Aðallesarar Brekkuskóla voru þeir Hafsteinn Davíðsson 7. BG og Egill Bjarni Gíslason 7. BG. Varamenn voru þau: Sandra Dögg Kristjánsdóttir 7. KI og Egill Andrason 7. BG. Það er skemmst frá því að segja að Hafsteinn var valinn af dómnefnd í 1. sæti keppninnar. Keppendur allir stóðu sig með stakri prýði og eins og Gunnar Gíslason fræðslustjóri orðaði það "Þið eruð öll sigurvegarar, þið stóðuð ykkur svo vel" Ingibjörg Einarsdóttir sagði í ávarpi sínu að undirbúningur þessarar keppni skipti miklu máli. Hún sagðist vita að þar liggi mikil vinna að baki og þakkaði þeim fjölmörgu nemendum, starfsfólki skólanna og foreldrum fyrir samstarfið og þátttökuna við undirbúning keppninnar. Í upphafi og í hléi spiluðu nemendur úr 7. bekk sem stunda nám í Tónlistarskóla Akureyrar. Stjórnendur og starfsfólk Brekkuskóla óskar Hafsteini og 7. bekk til hamingju með árangurinn! Nánar um keppnina á landsvísu hér og myndir frá lokahátíðinni á Akureyri eru hér Myndir á vef Skóladeildar sem Ólafur Thoroddsen skólastjóri Síðuskóla tók.
Lesa meira

Útivera

Nú er vor í lofti og nemendur og kennarar farnir að nýta blíðuna til útiveru. Hér eru nemendur í 7. bekk í leikrænni tjáningu þar sem þeir léku myndastyttur. Þarna var til að mynda frelsisstyttan fræga, en líka styttur sem nemendur nýttu sköpunargáfuna við að útfæra. Efnilegur nemendahópur þarna á ferð. Fleiri myndir.
Lesa meira

Fréttabréf - apríl

Fréttabréf aprílmánaðar er komið út. Þennan mánuðinn ræðum við um mannréttindi og lýðræði í skólastarfinu. Viðburðadagatalið er á sínum stað ásamt matseðli. Ferðin í Hlíðarfjall gekk vel og vorum við einstaklega heppin með veður. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður miðvikudaginn 2. apríl kl. 17:00 að Hólum í Menntaskólanum á Akureyri. Framundan er síðan páskalaeyfi og áður en við höldum í leyfið ætlum við að efna til hæfileikakeppni í 8. - 10. bekk. Hér má nálgast Fréttabréf aprílmánaðar.
Lesa meira

Nordplus verkefnið

Nordplus verkefnið "Using technologies for stundents development" gengur vel. Verkefnið er samstarfsverkefni þriggja skóla frá Íslandi, Noregi og Lettlandi. Nú hafa nemendur sent inn til verkefnisstjóra landanna umsókn um nemendaskipti. Margrét Þóra og Helena eru þessa dagana staddar í Hjemeland í Noregi þar sem þær læra á nýja tækni og skiptast á hugmyndum. Á vefsíðu verkefnisins má finna kynningar/umsóknir frá nemendum í Lettlandi en umsóknir nemenda Brekkuskóla verða metnar af verkefnisstjórum Noregs og Lettlands. Á myndinni eru þær stöllur á Preikestolen.  Vefsíða verkefnisins.
Lesa meira