Brekkuskóli í toppbaráttunni

Frá Íslandsmóti grunnskóla
Frá Íslandsmóti grunnskóla
Íslandsmót grunnskólasveita í skák fór fram á Stórutjarnaskóla sl. laugardag.Brekkuskóli stóð sig líka með prýði og hafnaði í 4-5. sæti. Sveit skólans var sú næstyngsta í keppninni og víst að hún á mikið inni fyrir næstu keppni. Óliver Ísak Ólason, Gabríel Freyr Björnsson, Garðar Gísli Þórisson, Sigurður Brynjar Þórisson og Victor Örn Garðarsson. Strákarnir stóðu sig virkilega vel og eru í mikilli framför. Það er mikil eftirvænting að sjá hvernig þeir standa sig á Íslandsmóti barnaskólasveita(1-7. bekk) á næsta ári. Mótinu lauk með nokkuð öruggum sigri Rimaskóla sem vann sigur á Álfhólsskóla í baráttu um Íslandsmeistaratiltilinn. A-sveit Lundarskóla tók virkan þátt í sigurbaráttunni, en varð að sætta sig við þriðja sætið. Er það að vonum, að skólar sem um árabil hafa lagt áherslu á skákþjálfun og hafa báðir ráðið stórmeistara sem þjálfara, beri hér sigur úr býtum. Árangur Lundarskóla er engu að síður mjög góður.  Sveitina skipuðu þeir Jón Kristinn Þorgeirsson, Símon Þórhallsson, Jón Stefán Þorvarsson, Auðunn Elfar Þórarinsson, Roman Darri S Bos og Gunnar Breki Gíslason. Vann Símon borðaverðlaun á 2. borði.

B-sveit Lundarskóla var skipuð yngstu keppendunum og eingöngu stúlkum. Róður þeirra var erfiður gegn mun eldri og reyndari keppendum en hrepptu þó tvenn verðlaun; fyrir bestan árangur b-sveita og stúlkasveita.   Sveitin var skipuð þeim Sunnu Þórhallsdóttur, Ölfu Magdalenu B Jórunnardóttur, Helgu Sóleyju G Tulinius og Hrafnhildi Davíðsdóttur.

(Sótt á vef Skákfélags Akureyrar)