03.06.2014
Verk- og listgreinar er mikilvægur þáttur í skólastarfi Brekkuskóla. Hér má finna myndir frá verkefnum sem nemendur hafa verið að
vinna á liðnu skólaári. Nemendum er margt til lista lagt eins og sést á eftirfarandi myndum:
Textílmennt
Textílmennt 2
Heimilisfræði
Textílmennt og Smíðar haust 2013
Lesa meira
03.06.2014
Grunnskólamót UFA var haldið 20. - 23. maí. Yfir 1000 keppendur í 4. - 7. bekk grunnskólanna á Akureyri tóku þátt í
mótinu. Þeir sem voru í hópi 10 efstu á mótinu fengu viðurkenningarskjal og frían mánuð á æfingar hjá UFA.
4. bekkur fékk bikar til eignarfyrir að vera með besta stuðningsliðið á mótinu.
Til hamingju með árangurinn!
Hér má nálgast myndir frá verðlaunaafhendingunni.
Upplýsingar um æfingar er að finna á www. ufa.is
Lesa meira
02.06.2014
Forritun er hluti af upplýsingatæknikennslu í Brekkuskóla. Hér má nálgast efni sem nemendur hafa verið að vinna þetta
skólaár. Forritun reynir á rökhugsun, hugmyndaauðgi og ensku svo eitthvað sé nefnt. Hér má finna verkefni eftir nemendur.
Lesa meira
30.05.2014
Enn einn nýr drekameistari í Brekkuskóla. Hér er það Lara Mist Jóhannsdóttir 3. SAB sem lauk drekagráðu I nú
nýverið. Til hamingju Lara Mist. Myndir af drekameisturum sem hafa náð gráðum að undanförnu má finna hér.
Lesa meira
30.05.2014
Verðandi 1. bekkjar nemendur í Brekkuskóla skólaárið 2014 – 2015 og foreldrum þeirra er boðið í vorgrill í porti
skólans fimmtudaginn 5. júní milli kl.11:20 og 12:00.
Nemendur koma í fylgd foreldra/foreldris og hitta aðra nemendur og skemmta sér með þeim í boði foreldrafélags skólans sem nefnist Vinir
Brekkuskóla.
Nemendum og foreldrum verður boðið upp á pylsu og drykk í portinu fyrir framan aðalinngang skólans sem snýr að
Íþróttahöll.
Börnin fá að gjöf boli frá „Vinum Brekkuskóla“.
Sjáumst í skólanum!
Stjórnendur Brekkuskóla og Foreldrafélag Brekkuskóla
Lesa meira
27.05.2014
Brekkuskóli er kominn í 4 liða úrslit eftir sigur liðsins okkar á Grunnskólanum í Bláskógabyggð. Nú er spennan orðin
rafmögnuð. Keppnin fór fram rafrænt á "Skype" þar sem þeir kepptu við lið Dalvíkurskóla. Lið Brekkuskóla er skipað sem
hér segir: Halldór Heiðberg Stefánsson, Jóhannes Stefánsson og Hallgrímur Hrafn Guðnason en þeir eru allir í 10. bekk
FDG.
Þess má geta að liðið var í alfræðivaláfanga í fyrravetur sem leggur grunn að undirbúningi keppenda í spurningakeppninni.
Kennari í alfræði er Helena Sigurðardóttir.
Lesa meira
23.05.2014
Vikuna 19. - 23. maí hafa nemendur í 4. - 7. bekk fengið að spreyta sig í frjálsum íþróttum í Boganum. Meginmarkmiðið er að
taka þátt og hafa gaman af. Nemendur Brekkuskóla hafa staðið sig mjög vel og hafa fengið verðlaunasæti sem hér segir:
4. bekkur - 3. sæti
5. bekkur - 1. sæti
6. bekkur - 2. sæti
Myndir frá 5. bekkjar ferð í Bogann.
Lesa meira
22.05.2014
Þessa dagana eru útiíþróttir og í einhverjum tilvikum eru íþróttakennarar að nýta sparkvöllinn til
kennslu.Vallartaflan gildir ekki ef íþróttakennarar eru að nýta völlinn til kennslu. Þeir hafa forgang um völlinn í maí og
júní. Þegar svo er háttað verða nemendur að finna annan leik á skólalóðinni. Ef hins vegar íþróttakennarar eru ekki
að nýta völlinn þá gildir vallartaflan.
Jóhanna María, Bergþóra og Stella
skólastjórnendur Brekkuskóla
Lesa meira
05.06.2014
Fimmtudaginn 5. júní verður hinn árlegi vorgrill- og leikjadagur Brekkuskóla. Þá fara nemendur í leikjastöðvar á
skólalóð og enda svo í grilli á stéttinni við aðalandyri skólans. Dagurinn er líkt og í fyrra helgaður Unicef hreyfingunni á Íslandi þar sem við sameinumst í verki með hreyfingu í
þágu barna. Verkefnið felur í sér fræðslu um veruleika barna í fátækari löndum. Nemendur fá fræðslu hjá
kennurum sem undirbúin er af Unicef hreyfingunni.
Hér má nálgast myndir frá deginum.
Magni skemmti sér og öðrum.
Dagskrá vorgrilldagsins og útileikja er sem hér segir:
Lesa meira
16.05.2014
Í dag komu 5 ára nemendur í heimsókn í íþróttatíma. Það var Jóhannes Gunnar Bjarnason "afi
íþróttaálfsins" sem tók á móti börnum. Jói er íþróttakennari kynnti fyrir nemendum aðkomu í
íþróttahúsið Laugargötu og búningsklefa. Aðalatriðið var síðan að fara í leikjastöðvar í
íþróttasal. Allt gekk að óskum og ekki var annað að sjá en að væntanlegir nemendur væru tilbúnir að takast á við
komandi verkefni. Hér má nálgast myndir af fyrri hópnum.
Lesa meira