Útileikir og vorgrill

Fimmtudaginn 5. júní verður hinn árlegi vorgrill- og leikjadagur Brekkuskóla. Þá fara nemendur í leikjastöðvar á skólalóð og enda svo í grilli á stéttinni við aðalandyri skólans. Dagurinn er líkt og í fyrra helgaður Unicef hreyfingunni  á Íslandi þar sem við sameinumst í verki með hreyfingu í þágu barna. Verkefnið felur í sér fræðslu um veruleika barna í fátækari löndum. Nemendur fá fræðslu hjá kennurum sem undirbúin er af Unicef hreyfingunni. Hér má nálgast myndir frá deginum. Magni skemmti sér og öðrum. Dagskrá vorgrilldagsins og útileikja er sem hér segir:


Fimmtudagur 5. júní - Útivist og vorgrill

 1.- 6. bekkur

Kl.08:00 – 09:00 1.- 4.b ”frjáls mæting” - opið í stofum – spil og rólegheit

Kl.09:00 Mæting. Allir í 1. – 6. bekk

Kl.09:20 – 10:20 Útileikir – stöðvar á skólalóð. Nemendur safna "öpum" í apakverið sitt (Unicef).

Kl.10:20 – 10:40 Frímínútur

Kl.10:40 Mæting í stofur til umsjónarkennara

Kl.11:20 Grill 1. og 2.bekkur - heimferð eða Frístund eftir grill (5 ára innrituðum nemendum boðið í grill. Gjöf frá vinum Brekkuskóla).

Kl.11:40 Grill 3. og 4.bekkur – heimferð eða Frístund eftir grill

Kl.11:50 Grill 5. og 6.bekkur – heimferð eftir grill

Nemendur í 1. - 4. bekk eru í umsjón kennara sinna til kl. 12:00. Þá opnar Frístund og hinir fara heim sem ekki eru skráðir þar.

 7. – 9. bekkur

Kl.10:30 Mæting hjá umsjónarkennara. Allir í 7. – 9. bekk

Kl.10:40 – 12:00 Útileikir – stöðvar á skólalóð

Kl.12:00 Grill og heimferð eftir það