Fréttir

Fréttabréf - október

Fréttabréf októbermánaðar er komið út. Meðal efnis í blaðinu er pistill frá skólastjóra, viðburðadagatal, skólaþing um netöryggi og tækni í skólastarfi, drög að sáttmála um upplýsinga- og samskiptatækni í skólastarfi er einnig kynntur til sögunnar og skólasamfélaginu gefinn kostur að hafa áhrif á hann. Sérstök athygli er vakin á AÐALFUNDI FORELDRAFÉLAGSINS Fréttablað októbermánaðar.
Lesa meira

Loftgæði

Tímabundin upplýsingasíða vegna mengundar frá eldgosinu í Holuhrauni. Hér má finna nýjustu fréttir, helstu upplýsingar, ráðleggingar og einnig hægt að senda fyrirspurn til stofnunarinnar. Til að sjá nýjustu mælingarnar skal smella á myndina hér fyrir neðan. Með því að þrýsta á bláu hnappana sérðu nýjustu mengunarmælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) vegna eldgossins í Holuhrauni. Tilkynning um brennisteinsmengun (SO2) Rafrænt skráningarform Ábendingarform Facebook
Lesa meira

Forvarnardagur og fótboltamót 8. - 10. b.

Hið árlega fótboltamót grunnskólanna verður í Boganum miðvikudaginn 1. október 2014 sem hér segir: kl. 08:30 - 10. bekkur kl. 09:45 - 8. bekkur kl. 11:00 - 9. bekkur Forvarnardagur 9. bekkingar fara í Lundarskóla þennan morgunn (fyrir fótboltamót) í forvarnarfræðslu. Kári, Sigfríð og Jói íþróttakennarar og Steinunn náms- og starfsráðgjafi
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins

Í kvöld – Fjölmennum! 1.    október  kl. 20 - Aðalfundur-vöfflur-fræðsla Kæru foreldrar Við viljum minna á aðalfund foreldrafélagsins næstkomandi miðvikudagskvöld 1. október í hátíðarsal Brekkuskóla klukkan 20. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa munum við fá stutta kynningu skólastjórnenda á stefnu skólans og reynslu af tölvunotkun við nám og kennslu. Að kynningunni lokinni mun Helga Halldórsdóttir, deildarstjóri í Glerárskóla flytja fyrirlestur um samskipti stúlkna en erindi hennar byggir á starfendarannsókn hennar þar sem unnið var með hóp stúlkna í einum grunnskóla í samstarfi við skólastjórnendur, umsjónarkennara og foreldra
Lesa meira

Starfsdagur - Frístund lokuð

Föstudaginn 3. október er starfsdagur í grunnskólum á Akureyri. Frístund er lokuð þennan dag.
Lesa meira

Töframaður

Mánudaginn 29. september kemur töframaðurinn Einar Mikael í heimsókn. 1., 2. og 3. bekk er boðið á sýningu með honum á sal skólans sem stendur í 20 mín. Sýningin hefst kl. 11 Nánar um Einar Mikael.
Lesa meira

Virkur ferðamáti

Á reiknivél Orkusetursins,er hægt að reikna út hversu mikið sparast í bensín og í útblæstri CO2 við það að ganga/hjóla í skólann og hversu mikið einstaklingur brennir á því að ganga ákveðna vegalengd. Prófaðu að reikna hvað þú getur sparað.
Lesa meira

Samræmd próf í 10. bekk

miðvikudaginn 24. september þreyta nemendur 10. árgangs samræmt próf í stærðfræði.
Lesa meira

Hjóladagur fjölskyldunnar

Laugardaginn 20. september er Hjóladagur fjölskyldunnar. Hjólalest fer frá Glerárskóla og það væri gaman að sjá sem flesta mæta, lestarstjóri Glerárskóla verður Jón M í Joes, en dagskráin er svona: 12:30 Hjólreiðafélag Akureyrar leiðir hjólalestir frá grunnskólum bæjarins að nýjum göngu- og hjólreiðastíg við Drottningarbraut. 13:00 Nýr göngu- og hjólreiðastígur formlega vígður við gatnamót Miðhúsabrautar og Drottningarbrautar. Þaðan hjólað saman að Ráðhústorgi. 13:30 Dagskrá á Ráðhústorgi. Grillaðar pylsur og drykkir í boði Kynning á vistvænum ökutækjum og rafhjólum Börnin fá að skreyta göturnar Myndataka fyrir þá sem vilja, í bílstjórasæti strætó Slökkviliðið mætir á svæðið  
Lesa meira

Hópefli nemenda og foreldra

Á námskeiðunum 1 - 5 - 8 fengu nemendur í 5. og 8. bekk hópeflikennslu á meðan foreldrar voru í hópvinnu og fræðslu á sal. Uppbyggingarstefnan var grunnurinn að fræðslunni undir dyggri leiðsögn Rutar Indriðadóttur og foreldrar unnu T-spjald um hlutverk foreldra og hlutverk umsjónarkennara. Hér meðfylgjandi eru myndir frá hópeflistund með nemendum í 5. bekk. Það voru kennararnir Hanna Skúladóttir og Sigfríð Einarsdóttir sem sáu um hópeflið.
Lesa meira