Fréttir

Ferð á Húna

6. bekkingar fóru í ferð með Húna í ágústmánuði. Ferðin þótti takast vel og það voru ánægð börn sem komu heim með fiskisögur. Myndir úr ferðinni tala sínu máli.
Lesa meira

Nonnaleið

Á útivistardaginn fór 1. bekkur Brekkuskóla í gönguferð í Innbæinn þar sem þau fóru á slóðir Nonna. Þau áðu við Friðbjarnarhús en gengu síðan leið Nonna og aftur að Brekkuskóla. Hér má finna myndir úr ferðalagi þeirra um bæinn sinn.
Lesa meira

Þingmannaleið

5. - 10. bekkur gekk Þingmannaleið á útivistardaginn 2. september 2014. Hér má finna myndir frá gönguferðinni. Þingmannaleiðin gamla liggur upp frá bænum Hróarsstöðum, yfir Vaðlaheiði og niður í Eyjafjörð og er oftast komið niður hjá bænum Eyrarlandi. Lagt var af stað kl. 08.30 í rútum og ekið sem leið lá að Systragili þar sem leiðin lá upp heiðina til suðurs.
Lesa meira

Akureyrarvaka

Nokkrir nemendur Brekkuskóla tóku þátt í Akureyrarvöku með því að leika listir sínar í andyri Ketilhússins og utandyra í Listagilinu. Hér má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.
Lesa meira

Sagan af bláa hnettinum

Haustið 2013 ákvað Kelduskóli í Korpu í Reykjavík að fara í samstarf um Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Á síðasta skólaári 2013 - 2014 var svo hafist handa og afraksturinn lét ekki á sér standa. Við verkefnavinnuna nýttu kennarar söguramma eftir Bergþóru aðstoðarskólastjóra Brekkuskóla sem kom út hjá Námsgagnastofnun árið 2001. Öll samskipti fóru fram í gegnum eTwinning gáttina sem er hentugt fyrir þá sem hafa áhuga á samstarfi við kennara í öðrum Evrópulöndum. Sagan af bláa hnettinum hefur komið út á pólsku, færeysku ofl. tungumálum. Nánar um verkefnið í Kelduskóla og myndir frá verkefnavinnunni
Lesa meira

Fyrsta fréttabréfið

Fyrsta fréttabréf skólaársins er komið út með ýmsum hagnýtum upplýsingum fyrir skólabyrjunina.
Lesa meira

Göngum í skólann

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í áttunda sinn miðvikudaginn 10. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 8. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.  Brekkuskóli er þátttakandi í verkefninu. Nánari upplýsingar um verkefnið er finna á vefsíðu verkefnisins. Íþróttakennarar Brekkuskóla  
Lesa meira

Kynningarfundir

Nú á haustdögum eru fyrirhugaðir kynningarfundirfyrir foreldra í 2., 3., 4., 6., 7., 9. og 10. bekk. Þeir verða haldnir sem hér segir:
Lesa meira

Kynningarfundur 6. og 7. bekkur

Nú á haustdögum eru fyrirhugaðir kynningarfundirfyrir foreldra í 2., 3., 4., 6., 7., 9. og 10. bekk.Þeir verða haldnir sem hér segir: 2. og 3. bekkur miðvikudaginn 3. sept. kl. 08:00 f.h. 4. bekkur - mánudaginn 1. sept. kl. 08:00 f.h. 9. - 10. bekkur - fimmtudaginn 4. sept. kl. 08:00 f.h. 6. - 7. bekkur - föstudaginn 5. sept. kl. 08:00 f.h. Stjórn forldrafélagsins hvetur foreldra til að skipuleggja foreldrastarfið í vetur og nýta sér foreldramöppu sem er í umsjón foreldrafulltrúa árganganna. Morgunmóttökur verða á vorönn. Morgunmóttökur eru óformlegar móttökur í skólanum þar sem foreldrar/forráðamenn eru sérstaklega boðin velkomin. Þá kynna nemendur meðal annars það sem þau eru búin að vinna með í “uppbyggingu sjálfsaga” í skólanum.
Lesa meira

Viðurkenning skólanefndar

Fimmtudaginn 13. maí 2014 boðaði skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi þar sem veittar voru ýmsar viðurkenningar. Egill Andrason nú nemandi í 8. bekk Brekkuskóla hlaut viðurkenningu fyrir að leitast alltaf við að gera sitt besta og að vera jákvæð fyrirmynd.    Þetta var í fimmta sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari, en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu bæjarins. skólaþróunar HA fór yfir allar tilnefningar og gerði tillögu til skólanefndar.  
Lesa meira