15.01.2015
Fimmtudaginn 15. janúar 2015 kl. 08:00 verður fræðsla á vegum Marita og IOGT í boði ABC Barnahjálpar, fræðslan er fyrir börn
í 5. bekk og foreldra/forráðamenn.
Fyrstu 50 mínúturnar sitja börnin ásamt foreldrum fræðsluna en næstu 40 mínúturnar á eftir er einungis ætluð foreldrum.
Það er því um 90 mínútna fræðslu að ræða fyrir foreldra en 50 mínútur fyrir börnin.
Í Brekkuskóla verður fræðslan FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR í sal skólans klukkan 08:00
Kveðja,
Forvarna- og félagsmálaráðgjafar Akureyrar
Lesa meira
20.01.2015
Þann 20. janúar verður spiladagur í Brekkuskóla. Þá munu vinaárgangar hittast og spila ýmis spil, dansa og segja brandara og
skemmtisögur. Dagurinn er gulmerktur á skóladagatali sem þýðir að ekki er kennt samkvæmt stundaskrá. Spilað verður fram til kl. 11.
Þá taka umsjónarkennarar við og eru með nemendum sínum fram að matartíma. Eftir mat fara nemendur heim eða í Frístund sem þar eru
skráð. Valgreinar falla niður þennan dag en samvalstímar halda sér allir nema hjá Átak (þar sem nemendur eru saman frá mörgum
grunnskólum).
Vinaárgangar eru sem hér segir:
1. og 6. árgangur
2. og 7. árgangur
3. og 8. árgangur
4. og 9. árgangur
5. og 10. árgangur
Lesa meira
26.01.2015
Mánudaginn 26. janúar og þriðjudaginn 27. janúar kemur bóndi í heimsókn í 7. bekkina. Það verður Hermann Ingi
Gunnarsson bóndi sem mun kynna fyrir nemendum starf bóndans.
Lesa meira
29.01.2015
Fimmtudagskvöldið 29. janúar verður fyrirlestur, kynning og málstofa fyrir foreldra á Akureyri á vegum Samtaka, Heimilis og skóla og Saft um
snjallsímanotkun barna og unglinga. Takið kvöldið frá. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira
26.01.2015
Mánudaginn 26. janúar kemur Þorgrímur í 10. bekk með „Lífshjólið“ og eru það tvær kennslustundir í
hverjum námshópi/bekk.
Myndin er fengin að láni hjá Forlaginu
Lesa meira
11.12.2014
Í myndagalleríinu okkar eru komnar myndir frá listgreinum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Heimilisfræði
Textílmennt
Myndmennt, hönnun og smíði.
Lesa meira
11.12.2014
Miðvikudaginn 10. desember tóku kennarar Brekkuskóla þátt í klukkutíma kóðun (forritun) "Hour of code". Átta drengir úr 5. bekk
leiðbeindu kennurum, en þeir höfðu fengið þjálfun í upplýsingatæknitímum hjá kennara sínum Sigríði
Margréti Hlöðversdóttur. Drengirnir stóðu sig með prýði, voru hvetjandi og að því er virtist ánægðir með kennara
sína.
Myndir frá klukkutíma kóðun á kennarafundi.
Lesa meira
08.12.2014
Í Brekkuskóla kynnum við klukkutíma kóðun (forritun) fyrir nemendum og kennurum. Klukkutíma
kóðun/forritun "The Hour of Code" er alþjóðlegt verkefni
sem tugmilljónir nemenda frá 180+ löndum taka þátt
í. Engin reynsla er nauðsynleg til að taka þátt í klukkutíma kóðun/forritun og
hún hentar öllum á aldrinum 4 - 104 ára, eins og segir í kynningunni þeirra. Nánari kynning á
verkefninu er hér.
Code heldur úti nokkrum verkefnum sem má finna í kóðastúdíóinu þeirra á Code.org
Kóðaðu með Önnu og Elsu.Þetta skemmtilega verkefni hefur verið
útbúið til að vekja sérstaka athygli á forritun. Forritun er hér notuð sem leið til að fylgja Önnu og Elsu þegar þær
kanna töfra og fegurð íssins. Í verkefninu er snjókorn og mynstur búið til með því að láta þær skauta um ísinn
og svo getur þú einnig búið til eigin vetrarveröld til að deila með vinum! Hægt er að taka þátt í Frozen forritun hér, sem inniheldur um leið góðar leiðbeiningar. Prófaðu endilega.
Staðreyndir um forritunarvikuna.
Lesa meira
08.12.2014
Myndir af afrakstri listgreinatíma í smíðum og myndmennt eru komnar í galleríið okkar. Jólasveinarnir prýða nú gluggana
á brúnni samkvæmt hefðinni og smíðaðir hlutir á sýningarborðum bera einnig keim jólanna með sér. Sjá myndasafn.
Lesa meira
04.12.2014
Sáttmáli um upplýsinga- og samskiptatækni í Brekkuskóla hefur verið samþykktur á lýðræðislegan hátt.
Drög að sáttmálanum voru lögð fram í október 2014 bæði í Fréttabréfi skólans og í auglýsingu í
matsal. Skólasamfélagið var hvatt til að koma með ábendingar og ræða innihald sáttmálans og skila þeim í lokað hólf
eða á uppgefin netföng. Fjórar ábendingar bárust stýrihópnum sem tekið var tillit til. Sáttmálinn verður færður inn
í bækling skólans um umgengnisreglur og skýr
mörk við næstu umbætur á honum.
Sáttmálinn tekur mið af gildum skólans.
Lesa meira