Spiladagur

Þann 20. janúar verður spiladagur í Brekkuskóla. Þá munu vinaárgangar hittast og spila ýmis spil, dansa og segja brandara og skemmtisögur. Dagurinn er gulmerktur á skóladagatali sem þýðir að ekki er kennt samkvæmt stundaskrá. Spilað verður fram til kl. 11. Þá taka umsjónarkennarar við og eru með nemendum sínum fram að matartíma. Eftir mat fara nemendur heim eða í Frístund sem þar eru skráð. Valgreinar falla niður þennan dag en samvalstímar halda sér allir nema hjá Átak (þar sem nemendur eru saman frá mörgum grunnskólum). Vinaárgangar eru sem hér segir: 1. og 6. árgangur 2. og 7. árgangur 3. og 8. árgangur 4. og 9. árgangur 5. og 10. árgangur