Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin

Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember, og lýkur í mars með því að valdir eru þrír bestu upplesarar í hverju byggðarlagi, eða í umdæmi hverrar skólaskrifstofu.
Lesa meira

Skólaval - Innritun í grunnskóla

Samkvæmt skólastefnu og fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar stendur foreldrum til boða að velja í hvaða skóla börn þeirra fara. Á þessari síðu er að finna stutt ágrip um starfsemi leik og grunnskóla í bænum sem foreldrar eru hvattir til að kynna sér áður en þeir leggja inn umsóknir um skóla fyrir börn sín. Grunnskólarnir eru ekki hverfaskiptir nema að því leyti að hvert barn á rétt til skólagöngu í sínum hverfisskóla og er þá miðað við gömlu skólahverfin. Nemendur til heimilis í Innbæ og Teigahverfi geta litið á Naustaskóla sem sinn hverfisskóla (Sótt af vef skóladeildar Akureyrarbæjar 2. mars 2015). Innritun í grunnskóla.
Lesa meira

Söngsalur í mars

Söngsalur verður dagana 23. - 25. mars næstkomandi sem hér segir: 23. mars kl. 08:40 - 1. - 3. bekkur 23. mars kl. 11:40 - 7. - 8. bekkur 24. mars kl. 11:20 - 4. - 6. bekkur frestað til fim. 26. mar. kl. 11:20 25. mars kl. 11:40 - 9. - 10. bekkur Sigríður Hulda Arnardóttir tónmenntakennari stýrir söngsal.
Lesa meira

Unglingar og fíkniefni

Fyrirlestur í Hömrum Hofi fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20:00. Samtaka, Svæðisráð foreldra í grunnskólum Akureyrar stendur fyrir fyrirlestrinum "Unglingar og fíkniefni - raunveruleikinn á Norðurlandi" í samstarfi við lögregluna á Norðurlandi eystra. Kári Erlingsson og Gunnar Knutsen, rannsóknarlögreglumenn, munu fræða foreldra og aðra áhugasama. Fjallað verður um einkenni fíkniefnaneyslu, eftir hverju þarf að horfa og hvað er hægt að gera ef grunur vaknar um notkun. Að loknum fyrirlestri verðum hægt að skoða tæki og tól sem tilheyra þessum heimi og hafa verið gerð upptæk á Norðurlandi. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis
Lesa meira

Hlíðarfjall 3. mars

Góða skemmtun! Þriðjudaginn 3. mars er áætlað að allur skólinn fari í Hlíðarfjall til að njóta samveru og útiveru. Gert er ráð fyrir að dvelja í Fjallinu fram að hádegi. Þá fara nemendur í mat (þeir sem þar eru skráðir), heim eða í Frístund (þeir sem þar eru skráðir). Þeir nemendur í 4. – 10. bekk sem ekki eiga búnað geta fengið hann lánaðan í Fjallinu og munu umsjónarkennarar skrá hjá sér upplýsingar varðandi það. Þegar það er búið verður að athuga hvort ekki sé til búnaður fyrir alla.  Sá möguleiki getur komið upp að ekki verði nægur búnaður því er mjög mikilvægt að allir sem eiga búnað komi með hann.  Þeir sem velja göngu fremur en annað, ganga upp í Strítu og niður aftur. Í Strítu borða nemendur nestið sitt áður en haldið er niður aftur. Allir fara í skóla aftur með rútu. Gert er ráð fyrir að nemendur í 1. – 3. bekk noti eigin búnað eða skemmti sér á snjóþotum eða sleðum. Nánari upplýsingar verða sendar þegar nær dregur. 
Lesa meira

Skyndihjálp - Rauði krossinn

Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli félagsins um þessar mundir.  Af því tilefni hefur verið blásið til sóknar í kynningu á skyndihjálp, einu elsta og mikilvægasta verkefni félagsins. Á afmælisárinu hefur verið útbúið ýmiskonar fræðsluefni sem þjóðin fær að gjöf frá félaginu í þeim tilgangi að efla kunnáttu landsmanna í skyndihjálp og bjarga þannig mannslífum. Allir nemendur Brekkuskóla fengu þessa kynningu 17. febrúar 2015.
Lesa meira

Verðlaunahafi

Ían Ásbjörn í 3. bekk var dreginn út í eldvarnargetraun Slökkviliðs Akureyrar. Slökkviliðsmenn komu færandi hendi í skólann og afhentu honum verðlaunin. Til hamingju Ían Ásbjörn!
Lesa meira

100 daga hátíð

Í síðustu viku hélt 1. árgangur upp á það að 100 dagar eru liðnir af skólagöngu þeirra. Þau töldu góðgæti í kramarhús 10x10 stk. eða samtals 100. Áður höfðu þau föndrað 100 blóm sem þau skreyttu skólann með og einnig höfðu þau unnið með einingar, tugi og eitt hundrað á marga aðra vegu tengt skólastarfinu. Eitt af því sem þau gera allt frá fyrsta skóladegi er að telja skóladagana. Þegar 100 dagar eru liðnir er haldin hátíð þar sem þau fara um skólann syngjandi og skemmta sjálfum sér og öðrum. Hér má finna myndir frá hátíðinni.
Lesa meira

Alþjóðalegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag 10. febrúar. Bendum á fræðslu um málefnið á www.saft.is
Lesa meira

112 dagurinn

112 dagurinn verður 11. febrúar.  Markmið 112 dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur getur sótt sér. Mikilvægt er að rifja reglulega upp númerið með börnum en eitt það mikilvægasta í skyndihjálp er að hringja í 112. Innanhússsímanúmer skólahjúkrunarfræðings Brekkuskóla er einnig 112
Lesa meira