27.03.2015
Í heimilisfræði í 3. HBP voru bakaðar páskasmákökur sem kallast "Trallakökur". Það voru vaskir sveinar sem kunnu vel til verka
þegar ljósmyndari leit við hjá þeim. Sjá myndir. Þeir þvoðu sér vel um hendur
áður en þeir hófust handa og líka eftir að hafa hnoðað og búið til kúlur úr deiginu. Þeir vöskuðu upp, þrifu
eftir sig og biðu svo rólegir efitir að kökurnar bökuðust með því að taka í spil. Það voru ekki margir sem áttu afgang af
kökunum þegar haldið var heim á leið eftir daginn :-) Gleðilega páska.
Lesa meira
25.03.2015
Fulltrúi foreldrafélags Brekkuskóla afhenti nemendum í 1. - 6. árgangi ísskápssegla með útivistarreglunum sem eru lögbundin skv. 92.
gr. laga nr. 80/2002. Útgáfa seglanna er styrkt af Akureyrarbæ, Saman hópnum, Samtaka á Akureyri og Lögreglunni á Akureyri.
Sýnishorn
Lesa meira
25.03.2015
Frá foreldrafélaginu:
Fyrirlestur í sal Brekkuskóla
fimmtudaginn 26. mars 2015 klukkan 20:00.
Ber það sem eftir er: Um sexting,
hefndarklám og netið“ er fræðsla fyrir foreldra um öryggi barna í stafrænum samskiptum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ganga
nektarmyndir af íslenskum börnum manna á milli á netinu, en lögreglunni hefur reynst erfitt að bregðast við vandamálinu. Dreifingin er
stjórnlaus og netið gleymir engu. Sexting (að skiptast á nektarmyndum) meðal barna og unglinga eykur á vandann. Rík þörf er fyrir vitundarvakningu
– og upplýstir foreldrar eru besta forvörnin. Ef ekkert er aðhafst gætu fleiri börn lent í því að vera ber það sem eftir er á
netinu.
Aðgangur er ókeypis og allir foreldrar
eru hvattir til að mæta á fyrirlesturinn enda mikilvægt að kynna sér áskoranirnar sem fylgja tækninýjungum, jafnvel þótt börnin
séu enn ung að árum. Fræðslan er í höndum Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, höfundar verðlaunamyndanna
„Fáðu já!“ og „Stattu með þér!“ sem notaðar eru í kennslu í grunnskólum landsins. Styrktaraðili átaksins
er Vodafone.
Sjáumst
Samtaka og Foreldrafélag
Brekkuskóla
Wikipedia - sexting
Netið og
samfélagsmiðlar
Lesa meira
20.03.2015
Mikil spenna lá í loftinu þegar sólmyrkvinn var skoðaður af nemendum og starfsfólki. Sólmyrkvinn stóð yfir í um 2 klukkustundir og
sást hann afar greinilega. Nemendur og starfsfólk höfðu fengið sólmyrkvagleraugu að gjöf til að geta fylgst með þessu
náttúruundri en mjög mikilvægt er að nota hlífðargleraugu þegar horft er á þessa undraverðu sýningu.
Stjörnuskoðurnarfélagi Seltjarnaness, Stjörnufræðivefnum og Hótel Rangá eru færðar bestu þakkir fyrir að gera okkur þetta
kleift.
Fróðleikur af vef nams.is
Myndir frá sólmyrkvaskoðun í Brekkuskóla
Lesa meira
20.03.2015
Brekkuvision hæfileikakeppnin hjá 5. - 7. bekk var haldin á sal skólans 19. mars. Allir árgangarnir héldu sína eigin undankeppni þar sem margir
fengu tækifæri á að spreyta sig. Atriðin sem kepptu að þessu sinni í lokakeppninni voru níu. Sigurvegarar að þessu sinni komu úr
7. bekk en þar voru stúlkur á ferðinni sem sýndu dansatriði. Stúlkurnar heita Andrea, Kolbrún, October og Sunneva Kára. Þær
sýndu frumsaminn dans.
Í öðru sæti varð söngatriði þar sem Rebekka Hvönn Valsdóttir steig á stokk og söng af hjartans list. Í þriðja
sæti voru tvö atriði jöfn. Kári Hólmgrímsson úr 6. bekk söng listavel og söngdúett úr 7. bekk
þærMaría Björk og Sunneva Kjartans voru öll jöfn í þriðja sætinu.
Kynnir á keppninni var Guðmundur Hjálmarsson í 7. HS sem stóð sig með mikilli prýði.
Myndir
Lesa meira
20.03.2015
Myndir frá skólaheimsókn leikskólabarna 20. mars.
Myndir frá skólaheimsókn leikskólabarna 26. mars - kennslustund og matur í matsal
Lesa meira
13.03.2015
Stóra upplestrakeppnin fór fram í MA miðvikudaginn síðasta. Það voru Sævaldur og Andrea sem voru fulltrúar okkar í keppninni að
þessu sinni. Ólíver og Sunneva voru varamenn þeirra. Þau stóðu sig með glæsibrag og voru sér og skólanum til mikils sóma.
Markmið með þessari hátíð er að efla upplestur sjálfum sér og öðrum til ánægju. Allir nemendur í 7. bekk eru
sjálfkrafa þátttakendur og leggja kennarar markvist rækt við vandaðan upplestur og framburð yfir veturinn.
HÉR er mynd af Sævaldi.
HÉR er mynd af Andreu.
HÉR er mynd af Andreu, Ólíver og Sævaldi.
Lesa meira
11.03.2015
Lundarskóli varð í 1. og 2. sæti í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin var hátíðleg miðvikudaginn 11. mars. Oddeyrarskóli hreppti
3. sætið. Nemendur Brekkuskóla stóðu sig með mikilli prýði og þökkum við keppendum, varamönnum þeirra, kennurum í 7. bekk
sem og öllum nemendum í 7. bekk fyrir drengilega keppni. Myndir munu birtast hér innan tíðar.
Lesa meira
11.03.2015
Brekkuskóli tryggði sér 3. sæti í Skólahreysti. Keppendur lögðu sig vel fram og voru þau ásamt stuðningsliðinu skólanum
okkar til mikils sóma. Guli liturinn leyndi sér ekki á áhorfendapöllunum. Fleiri myndir frá keppnninni birtast hér fljótlega.
Lesa meira
11.03.2015
Hópur drengja leitaði í vikunni að hvítlirfum sem þeir ætla að nota sem beitu við stangveiði. Drengirnir ásamt kennurum lyftu torfi
á skólalóð og týndu í dalla hvítlirfur. MYNDIR frá tínslunni.
Valgreinin Fluguhnýtingar og stangveiði samanstendur af hinum ýmsu þáttum stangveiðinnar. Í fluguhnýtingum er nemendum kennd
undirstöðuatriðin og búa þau til nokkrar algengar laxa-og silungaflugur. Lokaverkefnið er svo að hanna sína eigin flugu. Í stangveiði fara nemendur
í kastkennslu með flugustöngum. Einnig fá nemendur fræðslu um allan þann búnað sem fylgir fluguveiði sem og hvernig á að umgangast
náttúruna og íbúa vatna og áa. Þá vinna nemendur verkefni um veiðisvæði að eigin vali.Kennslanverður nokkuð lotubundin
því farið verður í a.m.k. tvær veiðiferðir sem dekka töluverðan hluta tímafjölda námskeiðssins. Gera má ráð
fyrir að flestir tímanna fari fram að hausti og svo að vori en bóklegir tímar verði annaðhvort hálfsmánaðarlega eða eða vikulega
á fyrirfram ákveðnum tíma yfir veturinn.
Lesa meira