Fréttir

Brekkuskólaleikar 2015

Myndir frá Brekkuskólaleikunum eru komnar á vefinn okkar. Dagurinn var mjög vel heppnaður og nemendur almennt virkir og glaðir.
Lesa meira

Nordplus í Lettlandi

Hópur kennara og nemenda úr Brekkuskóla er nú staddur í Lettlandi á vegum Nordplus verkefnisins sem Brekkuskóli er þátttakandi í ásamt Noregi og Lettalandi. Hópurinn fór í gær í svokallaðan Tarsangarð. Nánar um verkefnið á vefsíðu verkefnisins og á facebooksíðu hópsins.
Lesa meira

Sköpun bernskunnar

Vonast til að sjá ykkur sem flest á opnun sýningarinnar Sköpun bernskunnar kl. 15, laugardaginn 9. maí, í Ketilhúsinu í Listagilinu. Hér með vil ég þakka frábært samstarf allra myndmenntakennara í grunnskólum bæjarins við okkur í Listasafninu á Akureyri. Safnfræðslu er best að panta á netfanginu palina@listak.isVið höfum opið alla virka daga frá kl. 8-17 fyrir safnafræðslu og byrjað er nú þegar að panta tíma. Sýningin er ótrúlega fjölbreytt og lífleg og hentar vel öllum skólastigum. Með bestu kveðjum, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir Fræðslufulltrúi Listasafnsins á Akureyri
Lesa meira

Útileikföng

Foreldrafélag Brekkuskóla kom færandi hendi í vikunni með útileikföng. Um er að ræða húlla hopp hringi, handbolta, brennibolta og snú-snú bönd. Starfsfólk og nemendur Brekkuskóla þakka kærlega fyrir gjöfina sem á örugglega eftir að koma sér vel í útiverunni. Takk, takk.
Lesa meira

Vorskóli 2015

Það var stór dagur í lífi þeirra sem hófu skólagöngu sína í Brekkuskóla í gær. Brekkuskóli býður innrituðum nemendum sem fara í 1. bekk í haust að koma nú á vordögum í tveggja klukkustunda heimsókn, tvo daga í röð til að kynnast kennurum sínum og umhverfinu enn betur. Hér má sjá nokkrar myndir af nýju skólabörnunum okkar. Kennarar árgangs 2009 verða þær Ástrós Guðmundsdóttir, Hjördís Óladóttir, Hulda Frímannsdóttir og Rósa Mjöll heimisdóttir, auk fleiri kennara sem koma að kennslu í list- og verkgreinum.
Lesa meira

Reiðhjól og hjólaleiktæki

Nemendum skólans er heimilt að koma á reiðhjólum í skólann frá 7 ára aldri. Það er mjög mikilvægt að gengið sé frá hjólum við skólann. Reiðhjól og önnur hjólaleiktæki eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra, einnig er það á ábyrgð forráðamanna að nemendur noti viðeigandi öryggisbúnað. Umferð reiðhjóla á skólalóð á skólatíma er bönnuð. Umferð annarra hjólaleiktækja en reiðhjóla á skólalóð miðast eingöngu við frímínútur og hádegi á malbikaða vellinum austan megin við aðalbyggingu. Því miður er ekki hægt að geyma hjólaleiktæki inni í skólanum. Þessar reglur eiga einnig við um rafhjól og vespur.
Lesa meira

Skólaminningar - árgangur 2008

1. bekkur - árgangur 2008 hafa fengist við margvísleg verkefni. Þau hafa lært meðal annars að mikilvægt sé að safna góðum skólaminningum, þau lærðu ný orð og fengu að heyra sögur. Þau fengu líka Sigríði Dóru Sigtryggsdóttur skólahjúkrunarfræðing í heimsókn. Hún ræddi við þau um hjól og hjólaleiktæki og mikilvægi þess að vera alltaf með öryggishjálm og annan öryggisbúnað þegar við á. Alltaf er mikilvægt að leika sér á öruggu leiksvæði og fara varlega þar sem umferð er.
Lesa meira

Valgreinar í 8. - 10. bekk

Kynning á valgreinum og umsóknareyðublöð um valgreinar fyrir skólaárið 2015 - 2016 er komið á vefinn.
Lesa meira

Starfsdagur 24. apríl

Föstudaginn 24. apríl er starfsdagur í Brekkuskóla. Þá eiga nemendur frí frá skólastarfi. Frístund verður lokuð fyrir hádegi þennan dag.
Lesa meira

Sumardagurinn fyrsti

     Gleðilegt sumar! Sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (það er fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Sumardagurinn fyrsti var lengi messudagur eða til1744. Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og veturfrjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta. Í Sögu daganna - hátíðir og merkisdagar (bls. 50, 2. útg., 1977) eftir Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, segir um sumardaginn fyrsta:
Lesa meira