18.09.2015
Nú á haustdögum eru fyrirhugaðir kynningarfundir fyrir foreldra í 2.,
3., 4., 6., 7., 9. og 10. bekk. Þeir verða haldnir sem hér segir:
9. - 10. bekkur mánudaginn 28. sept. kl. 08:00 - 09:00 f.h.
6. - 7. bekkur - þriðjudaginn 29. sept. kl. 08:00 - 09:00 f.h.
2. 3. og 4. bekkur - miðvikudaginn 30. sept. kl. 08:00 - 09:00 f.h.
Stjórn forldrafélagsins hvetur foreldra til að skipuleggja foreldrastarfið í vetur og nýta sér foreldramöppu
sem er í umsjón foreldrafulltrúa árganganna.
Morgunmóttökur verða á vorönn. Morgunmóttökur eru óformlegar móttökur í skólanum þar sem
foreldrar/forráðamenn eru sérstaklega boðin velkomin. Þá kynna nemendur meðal annars það sem þau eru búin að vinna með í
uppbyggingu sjálfsaga í skólanum.
Lesa meira
17.09.2015
Norræna skólalaupinu er lokið í Brekkuskóla í ár. Samtals hlupu nemendur 1305 kílómetra.Mjög góður árangur.kveðja íþróttakennarar
Lesa meira
17.09.2015
Árlega er nemendum í 6. árgangi boðið í stutta veiðiferð á Húna í Eyjafirði. Þar fá nemendur tækifæri á að handfjatla aflann og njóta fræðslu frá skipverjum um það hvernig "gert er að" aflanum. Hér má finna myndir frá ferð 6. FRF á Húna.
Lesa meira
16.09.2015
Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn 16.
september 2011. Námsgagnastofnun hefur í samvinnu við Landvernd útbúið safnvef með áhugaverðum fróðleik og skemmtilegum verkefnum sem
nota má í tilefni dagsins. Á vefnum er fróðleikur og verkefni í tengslum
við fjöruna, aldur Íslands, landslag og friðlýst svæði.
Á vef Námsgagnastofnunar er einnig að finna fróðleik um íslenska náttúru.
Lesa meira
15.09.2015
Komið er út tímarit Heimilis og skóla sem fjallar m.a. að stórum hluta um læsi.Einnig hefur vefurinn www.umferd.is verið endurbættur.
"Umferðarvefurinn inniheldur mörg fræðandi verkefni þar sem umferðarfræðsla er tvinnuð saman við aðrar námsgreinar sem kenndar eru í grunnskóla. Efni síðunnar gagnast kennurum og foreldrum til að fræða börnin á markvissan og árangursríkan hátt um umferðaröryggi. Meðal nýjunga má nefna bókahilluna þar sem nemendur geta fundið allar bækurnar um Krakkana í Kátugötu og æft sig í lestri um leið og þeir fræðast um mikilvægar umferðarreglur. Einnig er hægt að hlusta á upplestur Sigrúnar Eddu Björnsdóttur leikkonu á sögunum".
- Heimir Eggerz Jóhannsson Akureyri í stjórn Heimilis og skóla.
Lesa meira
14.09.2015
Göngum í skólann átakið hófst 9. september. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskautar og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða. Á síðasta ári tóku milljónir barna í yfir 40 löndum viðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi voru 65 skólar skráðir til leiks og hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt gegnum árið, en fyrsta árið voru þátttökuskólar 26.
Að Göngum í skólann verkefninu standa eftirtaldir aðilar: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Samgöngustofa, Embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Heimili og skóli og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
Íþróttakennarar Brekkuskóla
Lesa meira
04.09.2015
-1. bekkur 7. sept 16:30-18:30 foreldrar og 15. sept 16:30-18:00 foreldrar-5. bekkur 8. sept 16:30-18:30 foreldrar og nemendur og 16. sept 16:30-18:00 foreldrar-8. bekkur 9. sept 16:30-18:30 foreldrar og 17. sept 16:30-18:00 foreldrar og nemendur
Lesa meira
08.09.2015
Þriðjudaginn 8. september er "Dagur læsis". Við ætlum að halda upp á hann hér í Brekkuskóla með því að velja okkur uppáhaldssögupersónuna og syngja á sal sem hér segir:
kl. 10:40 - 1. - 3. bekkur
kl. 11:40 - 7. - 8. bekkur
kl. 12:00 - 4. - 6. bekkur
kl. 12:50 - 9. - 10. bekkur
Meðal þess sem sungið verður er Læsislagið lag eftir Bubba Morthens "Það er gott að lesa"
Söngsalurinn markar upphaf sérstakrar áherslu á læsisstefnu sem verið er að gera umbætur á og móta frekar næstu mánuði. Læsisteymi kennara hefur verið stofnað við skólann sem mun leiða vinnuna ásamst stjórnendum.
Sjá frétt um útgáfu læsislagsins.
NEMENDUR BREKKUSKÓLA VELJA UPPÁHALDS SÖGUPERSÓNUNA SÍNA
Dagur læsis - ábendingar um efni frá Námsgagnastofnun - Menntamálastofnun.
Lesa meira
01.09.2015
Stór hópur nemenda í 7. - 10. bekk ásamt kennurum hjóluðu Eyjafjarðarhringinn á útivistardeginum. MyndirHjólreiðafélag Akureyrar hrósar hópnum á Facebook.
Lesa meira
25.08.2015
Foreldrafélag Brekkuskóla kom enn og aftur færandi hendi og nú með 6 iPad mini spjaldtölvur.
"Með gjöfinni vill Foreldrafélag skólans styðja við gott starf skólans þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi"
segir á korti sem fylgir gjöfinni.
Starfsfólk og nemendur þakka fyrir þann stuðning við skólastarfið sem sýndur er með þessari góðu gjöf.Myndir frá afhendingu iPadanna
Lesa meira