27.06.2015
Skrifstofa Brekkuskóla er lokuð frá 1. júlí - 4. ágúst vegna sumarleyfa. Upplýsingar um skólavist, húsnæði skólans,
námsgögn og skóladagatal næsta skólaárs má nálgast sem hér segir:
Húsnæði skólans. Hafið samband við umsjónarmann skólahúsnæðisins eða skólastjóra.
Umsókn um skólavist í grunnskóla á Akureyri.
Námsgagnalistar fyrir skólaárið 2015 - 2016.
Skóladagatal fyrir skólarið 2015 - 2016
Lesa meira
08.06.2015
Skólaslit Brekkuskóla fóru fram mánudaginn 8. júní. Stundin var hátíðleg að venju. Það eru 38 nemendur sem kveðja
núna skólann og innritaðir hafa verið 45 nemendur í 1. bekk næsta skólaár. Stjórnendur þakka nemendum,
foreldrum/forráðamönnum og samstarfsfólki samstarfið skólaárið 2015 - 2016.
Starfsdagar verða dagana 9. - 11. júní 2014. Skrifstofa Brekkuskóla verður opin frameftir júnímánuði, en lokar eftir það vegna
sumarleyfa.
Þeir sem eiga eftir að skila Unicef umslögum eða vilja koma framlagi til Unicef geta komið framlögum á skrifstofu.
Skólaslit hjá elstu nemendunum.
Myndir frá skólaslitum þeirra sem útskrifast nú úr grunnskóla eru komnar í
myndagallerýið okkar. Útskriftarnemendum og fjölskyldum þeirra færum við bestu framtíðaróskir.
Starfsfólk Brekkuskóla
Lesa meira
08.06.2015
Unicef
Unicefsöfnunin sem skólinn tók þátt í og fór fram í síðustu viku með áheitasöfnun og leikjum á
skólalóð lýkur í dag. Þeir sem eiga eftir að skila umslagi eru vinsamlegast beðnir um að gera það í dag eða næstu daga
á skrifstofu skólans.
Einnig er hægt að senda greiðslu beint inn á reikning 701-26-102010 kt.481203-2950 og setja þá skýringuna BREKKUSKÓLI með greiðslunni svo
hægt sé að fylgjast með heildarsöfnunarupphæð skólans.
Með samstarfskveðju úr skólanum og ósk um ánægjulega sumardaga.
Stjórnendur og starfsfólk Brekkuskóla
Lesa meira
05.06.2015
Það er líf og fjör á skólalóðinni í dag. Nemendur fara í útileiki á 15 stöðvum þar sem m.a. er
farið í Gulur, rauður, grænn og blár, fótbolta, kasta hringjum, stoppdans, limbó, kött og mús, snú-snú, baunapokahlaup, stinger
(körfubolta), strút (eltingaleik), teygjutvist (teygjó), verpa eggjum, stórfiskaleik, skotbolta (sinalkó) og dimma-limm.
Að lokum er endað í grillveislu í portinu fyrir fram aðalinngang skólans. Um leið og nemendur taka virkan þátt í leikjunum safna þau
fyrir UNICEF sem vinnur að því að gefa börnum annars staðar í heiminum framtíðarvon. Nemendur hafa
fengið fræðslu um verkefnið og eru hvött til virkrar þátttöku á stöðvunum til að safna sem mestu.
Að lokum fara nemendur í grillveislu í portinu fyrir framan skólann.
Móttaka gesta:
Í grillinu taka 4. bekkingar á móti verðandi 1. bekkingum næsta haust, gefa þeim bol og bjóða þeim í grillveislu. Þessir
árgangar verða síðan vinaárgangar á næsta skólaári.
Hér má nálgast myndir frá þessum skemmtilega degi.
Lesa meira
05.06.2015
Föstudaginn 5. júní verður hinn árlegi vorgrill- og leikjadagur Brekkuskóla. Þá fara nemendur í leikjastöðvar á
skólalóð og enda svo í grilli á stéttinni við aðalandyri skólans. Dagurinn er líkt og í fyrra helgaður Unicef hreyfingunni á Íslandi þar sem við sameinumst í verki með hreyfingu í
þágu barna. Verkefnið felur í sér fræðslu um veruleika barna í fátækari löndum. Nemendur fá fræðslu hjá
kennurum sem undirbúin er af Unicef hreyfingunni.
Dagskrá vorgrilldagsins og útileikja er sem hér segir:
Föstudagur 5. júní - Útivist og vorgrill
1.- 6. bekkur
Kl.08:00 – 09:00 1.- 4.b ”frjáls mæting” - opið í stofum – spil og
rólegheit
Kl.09:00 Mæting. Allir í 1. – 6. bekk
Kl.09:20 – 10:20 Útileikir – stöðvar á skólalóð. Nemendur safna "öpum"
í apakverið sitt (Unicef).
Kl.10:20 – 10:40 Frímínútur
Kl.10:40 Mæting í stofur til umsjónarkennara
Kl.11:20 Grill 1. og 2.bekkur - heimferð eða Frístund eftir grill (5 ára innrituðum nemendum
boðið í grill. Gjöf frá vinum Brekkuskóla).
11:20 - 12:00 Gestir - væntanlegir 1. bekkingar haustið 2015 og foreldrar þeirra.
Kl.11:40 Grill 3. og 4.bekkur – heimferð eða Frístund eftir grill
Kl.11:50 Grill 5. og 6.bekkur – heimferð eftir grill
Nemendur í 1. - 4. bekk eru í umsjón kennara sinna til kl. 12:00.
Þá opnar Frístund og hinir fara heim sem ekki eru skráðir þar.
7. – 9. bekkur
Kl.10:30 Mæting hjá umsjónarkennara. Allir í 7. – 9. bekk
Kl.10:40 – 12:00 Útileikir – stöðvar á skólalóð
Kl.12:00 Grill og heimferð eftir það
Lesa meira
04.06.2015
Í Brekkuskóla hafa verið unnin verkefni í hönnun og smíði sem prýða nú tengiganginn milli bygginga.
Verkefnin eru afrakstur kennslu í hönnun og smíði hjá Brynhildi Kristinsdóttur smíðakennara.
Brynhildi er margt til lista lagt og nær að virkja nemendur í skapandi verkefni jafnt á sviði hönnunar, lista og smíði.
Fleiri myndir.
Lesa meira
03.06.2015
Nú í vikunni hafa nemendur 9. bekkjar Brekkuskóla verið í starfskynningum í fyrirtækjum á Akureyri og í nágrenni.
Fimmtudaginn 4. júní munu nemendur halda kynningu á sal fyrir foreldra, kennara og nemendur í yngri bekkjum á því hvers þau hafa
orðið vísari í þessum starfskynningum. MYNDIR
Framsetning getur verið margvísleg s.s. myndir, upptökur, glærur, veggspjöld, útprentuð gögn o.fl.
Fjölskyldum 9. bekkinga er hér með boðið að koma á þessa kynningu kl. 11:30-12:30 fimmtud. 4. júní í sal Brekkuskóla.
Einnig er foreldrum boðið upp á að fá sér að borða í mötuneytinu að kynningu lokinni.
Gaman væri að sjá sem flesta - því fleiri sem koma því betri stemning?
Steinunn náms- og starfsráðgjafi
Lesa meira
08.06.2015
Í dag, mánudag 8. júní eiga nemendur að mæta í stofur til umsjónarkennara samkvæmt neðangreindu skipulagi. Þau koma
síðan á sal 45 mín. seinna. Þar mun skólastjóri segja nokkur orð og slíta skóla. Að lokum syngjum við okkur út í
sumarið með tónlistarkennaranum Sigríði Huldu Arnardóttur. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir bæði í stofur til kennara og á sal.
Nemendur mæta samkvæmt eftirfarandi tímasetningum:
Kl. 9 mætir 5., 6. og 7. árgangur
kl. 10 mætir 8. og 9. árgangur
Kl. 11 mætir 3. og 4. árgangur
Kl. 12 mætir 1. og 2. árgangur
Skólaslit og útskriftarathöfn 10. bekkja hefst á sal skólans kl.15:30 og eru foreldrar, forráðamenn og velunnarar skólans hjartanlega
velkomnir.
Lesa meira
27.05.2015
Þriðjudaginn 26. maí boðaði skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Hofi og veitti nemendum og starfsfólki í leik- og
grunnskólum Akureyrarbæjar viðurkenningar fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Jirapat Phuttarat nemandi í 7. HS hlaut viðurkenningu fyrir
góðan námsárangur og vinnusemi.
Jóhannes Gunnar Bjarnason hlaut einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi kennslu en hann starfar sem íþróttakennari við skólann. Við
óskum þeim Jirapat og Jóhannesi innilega til hamingju með viðurkenninguna! Við erum stolt af ykkur!
Fleiri myndir frá afhendingunni
Lesa meira
22.05.2015
Brekkuskóli sigraði í þremur árgöngum af fjórum á UFA grunnskólamótinu nú í vikunni. Það voru 4., 6.
og 7. árgangur sem lentu hvorki meira né minna í 1. sæti! Við óskum nemendum og kennurum þeirra innilega til hamingju með þennan
frabæra árangur.
Aðrir keppendur stóðu sig einnig vel og sýndu prúðmannlega framkomu og drengilega keppni. Samanlagt má segja að við höfum sigrað
mótið!
Við erum svo stollt af ykkur öllum!
Stjórnendur og starfsfólk Brekkuskóla
Lesa meira