14.09.2015
Göngum í skólann átakið hófst 9. september. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskautar og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða. Á síðasta ári tóku milljónir barna í yfir 40 löndum viðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi voru 65 skólar skráðir til leiks og hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt gegnum árið, en fyrsta árið voru þátttökuskólar 26.
Að Göngum í skólann verkefninu standa eftirtaldir aðilar: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Samgöngustofa, Embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Heimili og skóli og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
Íþróttakennarar Brekkuskóla
Lesa meira
04.09.2015
-1. bekkur 7. sept 16:30-18:30 foreldrar og 15. sept 16:30-18:00 foreldrar-5. bekkur 8. sept 16:30-18:30 foreldrar og nemendur og 16. sept 16:30-18:00 foreldrar-8. bekkur 9. sept 16:30-18:30 foreldrar og 17. sept 16:30-18:00 foreldrar og nemendur
Lesa meira
08.09.2015
Þriðjudaginn 8. september er "Dagur læsis". Við ætlum að halda upp á hann hér í Brekkuskóla með því að velja okkur uppáhaldssögupersónuna og syngja á sal sem hér segir:
kl. 10:40 - 1. - 3. bekkur
kl. 11:40 - 7. - 8. bekkur
kl. 12:00 - 4. - 6. bekkur
kl. 12:50 - 9. - 10. bekkur
Meðal þess sem sungið verður er Læsislagið lag eftir Bubba Morthens "Það er gott að lesa"
Söngsalurinn markar upphaf sérstakrar áherslu á læsisstefnu sem verið er að gera umbætur á og móta frekar næstu mánuði. Læsisteymi kennara hefur verið stofnað við skólann sem mun leiða vinnuna ásamst stjórnendum.
Sjá frétt um útgáfu læsislagsins.
NEMENDUR BREKKUSKÓLA VELJA UPPÁHALDS SÖGUPERSÓNUNA SÍNA
Dagur læsis - ábendingar um efni frá Námsgagnastofnun - Menntamálastofnun.
Lesa meira
01.09.2015
Stór hópur nemenda í 7. - 10. bekk ásamt kennurum hjóluðu Eyjafjarðarhringinn á útivistardeginum. MyndirHjólreiðafélag Akureyrar hrósar hópnum á Facebook.
Lesa meira
25.08.2015
Foreldrafélag Brekkuskóla kom enn og aftur færandi hendi og nú með 6 iPad mini spjaldtölvur.
"Með gjöfinni vill Foreldrafélag skólans styðja við gott starf skólans þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi"
segir á korti sem fylgir gjöfinni.
Starfsfólk og nemendur þakka fyrir þann stuðning við skólastarfið sem sýndur er með þessari góðu gjöf.Myndir frá afhendingu iPadanna
Lesa meira
24.08.2015
Fyrsti kennsludagur samkvæmt stundaskrá er þriðjudaginn 25. ágúst kl. 08:00. Nemendur í 1. árgangi mæta kl. 09:00. Í íþróttatímum verður kennt úti fram til 11. september en þá hefst íþróttakennsla í Íþróttahöllinni. Mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri. Upplýsingar um hjól og hjólaleiktæki á skólatíma og fleiri atriði sem tengjast umgengni í skólanum og við skólann er að finna í bæklingi um umgengnisreglur og skýr mörk. Foreldrar og nemendur eru beðnir um að kynna sér eða rifja upp innihald þess bæklings. Við hvetjum nemendur til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Foreldrar eru best til þess fallnir að meta það hvort barn getur komið á hjóli eða hjólaleiktæki í skólann. Mikilvægt er að fyllsta öryggis sé gætt og að nemendur hafi viðeigandi öryggisbúnað.Það er góð regla að merkja vel bæði fatnað og búnað. Þannig er auðveldara að koma því til skila. Sjáumst í skólanum!Starfsfólk Brekkuskóla
Lesa meira
20.08.2015
Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna tómstunda-
og félagsmálum utan hefðbundins skólatíma. Markhópur félagsmiðstöðvanna er unglingar í 8. - 10. bekk en einu sinni í
mánuði er í boði viðburður fyrir miðstig grunnskólans.
Félagsmiðstöð á að stuðla að jákvæðum og þroskandi samskiptum meðal unglinganna og örva félagsþroska
þeirra og lýðræðisvitund. Starfsemi félagsmiðstöðvanna er skipulögð af unglingunum sjálfum í samráði við
starfsfólk.
Boðið er upp á fjölbreytta klúbbastarfsemi og einnig opin hús, þannig að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Mikilvægt er að börnin og unglingarnir finni að þau séu velkomin og talað sé við þau á jafnréttisgrundvelli. Einnig gegnir
félagsmiðstöðin ákvenu forvarnahlutverki, hvort heldur sem er í gegnum leik eða skipulagt forvarnastarf.Félagsmiðstöðin er staðsett í næsta nágrenni við skólann. Hér meðfylgjandi eru upplýsingar um hópastarf og tímatöflu. Upplýsingar og tímataflaFélagsmiðstöðvar á Akureyri
Lesa meira
19.08.2015
Skólabyrjun skólaárið 2015 2016
Foreldrabréf til foreldra í
Brekkuskóla.
Föstudaginn 21. ágúst og mánudaginn 24. ágúst 2015eru samtalsdagar hér í Brekkuskóla.
Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt
forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga. Við
höfum það fyrirkomulag á við niðurröðun foreldra í samtöl, að foreldrar sjálfir
bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is. Þá er farið inn á
fjölskylduvef mentor og smellt á hlekk sem birtist hægra megin á síðunni - "bóka foreldraviðtal".
Lesa meira
11.08.2015
Skólinn hefst að venju með samtölum nemenda, foreldra og kennara 21. og 24. ágúst. Boðun í samtöl verður send í tölvupósti. Skráning í samtölin fer fram á Mentor eftir að tölvupóstur hefur borist. Ný lykilorð eða glötuð má nálgast samkvæmt leiðbeiningum þar um í tölvupósti frá skólanum um skólabyrjun.Námsgagnalistar fyrir skólaárið 2015 - 2016. Skóladagatal fyrir skólarið 2015 - 2016
Lesa meira
11.08.2015
Staðfesting í Frístund fyrir skólaárið 2015 2016 fer fram föstudaginn 14. ágúst kl. 10:00 15:00 Ágætu foreldrar/forráðmenn. Börn í 1.- 4. bekk skólans eiga kost á gæslu eftir skólatíma dag hvern tilkl. 16:15. Frístund er tilboð sem er hluti af skólastarfinu og er hluti af heildarstefnu skólans.
Staðfesta þarf umsókn um dvöl í Frístund með dvalarsamningi sem tilgreinir hvaða daga ogtíma á að nota. Börn geta ekki byrjað í Frístund fyrr en gengið hefur veriðfrá dvalarsamningi. Þeir sem komast ekki ofangreindan dag eru
vinsamlegast beðnir um að haf samband samkvæmt neðangreindum upplýsingum
og við finnum saman
annan tíma. Verðskrá:Skráningargjald 20 klst - 6.860 krónur. Aldrei er hægt að kaupa færri en 20tíma á mán.Hver klukkustund kostar 343 krónur. Síðdegishressing kostar 130 krónur hvert skipti. Fjölskylduafsláttur reiknast af grunngjaldi. Til að njóta
fjölskylduafsláttar þurfa börnin að vera skráð á kennitölu sama
forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili. Yngsta barn fullt gjald,
annað barn 30% afsl., þriðja barn 60% afsl. og fjórða barn 100%
afsl. Nánar um Frístund Sjáumst í skólanum!Aðalbjörg Steinarsdóttir forstöðukona Fristundar í Brekkuskóla ally@akmennt.iss. 462-2526
Lesa meira