05.10.2015
Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla verður
næstkomandi þriðjudagskvöld þann 6. október í hátíðarsal Brekkuskóla klukkan
20:00.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa munum við fá góða
gesti á fundinn.
Jóhannes Bjarnason,
íþróttakennari mun kynna stöðu íþróttakennslu við Brekkuskóla og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,
sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri mun flytja erindið"Sko, ég get alveg lesiđ en èg nenni ekki ađ lesa. sem
byggir á meistararannsókn hennar á lestraráhuga unglingsdrengja árin 2012-2014.
Ragnheiður Lilja er sérfræðingur í byrjendalæsi og því gefst einnig tækifæri
til að spyrja út þá kennsluaðferð á fundinum.
Í Brekkuskóla starfar mjög öflugur foreldrahópur sem
er annt um velferð og nám nemenda í skólanum. Mæting á aðalfundi
foreldrafélagsins er nánast skylda og viljum við ítreka að ætlast er til að öll
heimili sendi frá sér einn fulltrúa á fundinn.
Stjórn foreldrafélagsins er ekki fullmönnuð og vel er
tekið á móti öllum þeim sem hafa samband við stjórnina ( Bergljót: 892-2737) og
vilja taka þátt í starfinu í vetur.
Nemendur í 7. bekk standa nú
fyrir fjáröflun vegna námsferðar í Reykjaskóla og munu framreiða ljúffengar
vöfflur og kaffi gegn vægu gjaldi (500 kr.)