Fréttir

Morgunmóttaka í 6. bekk

Morgunmóttaka kl. 8 - 9. Sjá nánar í vikupósti umsjónarkennara. Nemendur og kennarar kynna "Gæðaveröldina" sem er eitt verkfæri uppbyggingarstefnunnar. Brauðbollur og kaffi verður selt í matsal skólans að aflokinni kynningu. Verðskrá: Brauðbollur 350 kr. Kaffi 100 kr. Ágóði sölunnar rennur í ferðasjóð nemenda í 10. bekk. Kveðjum veturinn saman - gleðilegt sumar.
Lesa meira

Morgunmóttaka í 9. og 10. bekk

Morgunmóttaka í 9. og 10. bekk þriðjudaginn 14. apríl kl. 8:00 - 9:00. Nemendur og foreldrar fengu kynningu á því hvernig við getum nýtt okkur verkfæri uppbyggingastefnunnar um GÆÐAVERÖLDINA til að velta fyrir okkur hvernig við viljum hafa umhverfið sem við lifum í. Í morgunmóttökunni að þessu sinni var umræðan um það hvernig við viljum hafa skólann okkar. Til að leita svara við því voru lagðar fram spurningar sem nemendur svöruðu. Nemendum og kennurum var skipað í 15 hópa þar sem þrjár eftirfarandi spurningar voru ræddar: 1. Hvað einkennir góðan skóla? 2. Hvað finnst mér mikilvægast í samskiptum? 3. Hvað getum við gert til að ná þessu fram? Hóparnir skrifuðu niðurstöður hópanna á miða og skiluðu á veggspjald. Stefnt er að því að vinna með niðurstöðurnar áfram í umsjónartímum bekkja. Myndir frá hópvinnunni Kærar þakkir fyrir samveruna. Nemendur og starfsfólk í 9. - 10. bekk
Lesa meira

Söngsalur í apríl

Söngsalur verður dagana 15. - 17. apríl næstkomandi sem hér segir: 15. apríl kl. 11:30 - 9. - 10. bekkur16. apríl kl. 08:00 - 7. - 8. bekkur 16. apríl kl. 10:20 - 5. - 6. bekkur 17. apríl kl. 12:40 - 1. - 3. bekkur Sigríður Hulda Arnardóttir tónmenntakennari stýrir söngsal.
Lesa meira

Viðurkenning skólanefndar

Tilnefningar fyrir skólaárið 2014-2015 skulu berast rafrænt fyrir 20. apríl næstkomandi. Viðurkenningar verða afhentar við hátíðlega athöfn í maí og verður nánari dagsetning um viðburðinn send út síðar. Skólanefnd hefur frá árinu 2010 veitt einstaklingum og/eða stofnunum sem skarað hafa fram úr, viðurkenningar við hátíðlega athöfn. Veittar eru viðurkenningar í tveimur flokkum, annars vegar skólar/kennarahópar/kennari og hins vegar nemendur.
Lesa meira

Drekameistarar

Drekameisturum fjölgar enn. Hér eru myndir af nokkrum þeirra sem hafa hlotið nafnbótina að undanförnu. Á skólasafni Brekkuskóla hafa nokkrir bókatitllar verið listaðir upp í þrjár mismunandi "drekagráður". Nemandi tekur þátt með því að merkja við þær bækur sem hann hefur lesið í gráðunni sem hann velur sér. Þegar hann hefur lokið við að lesa þær allar fær hann drekameistaratitil!  Sjá nánar um drekagráðurnar hér.
Lesa meira

Frá fræðslustjóra

Formaður SAMTAKA vakti máls á mötuneytismálum í skólum bæjarins. Hér birtist svar fræðslustjóra Soffíu Vagnsdóttur. Myndin er sótt á vef Vikudags www.vikudagur.is
Lesa meira

Dagur barnabókarinnar

Sögu verður útvarpað fimmtudaginn 9. apríl kl. 09:10 í tilefni dagsins. Frá Upplýsingaveri: Á hverju ári standa alþjóðasamtök IBBY fyrir degi barnabókarinnar – tilefni sem er nýtt til þess að vekja athygli á bókum handa börnum og bóklestri barna.  Íslandsdeild samtakanna heldur sem fyrr upp á daginn með því að færa öllum grunnskólanemum landsins smásögu að gjöf. Í ár hefur Gunnar Helgason skrifað söguna Lakkrís – eða Glæpur og refsing sem hentar lesendum á aldrinum sex til sextán ára. Námsefnisveitan www.123skoli.is hefur útbúið  fjölbreyttan verkefnapakka með sögu Gunnars sem hentar ólíkum aldurshópum. Hægt er að sækja rafglærur, verkefni og ítarefni endurgjaldslaust á www.123skoli.is.  Sögunni verður útvarpað í flutningi höfundar á Rás 1 kl. 9:10 og tekur flutningurinn rúmar 15 mínútur. Sagan verður aðgengileg á vef RÚV strax að lestri loknum.
Lesa meira

Skólaböll

Fimmtudaginn 9. apríl verða böll sem 10. bekkur stendur fyrir og er liður í fjáröflun fyrir skólaferðalagið. 1. - 3. bekkur kl. 16.00-17.30 Verð 500.- kr. inn, popp og svali fylgja miða. Gengið er inn um aðalinngang. 4. - 6. bekkur kl. 18.00-20.00  Verð. -500 kr. inn, sjoppan opin þar sem seld verður pizzusneið og svali/gosdós á 500.- kr. eða tilboð 2 pizzusneiðar og svali/gosdós á kr. 700.- Gengið er inn um aðalinngang.
Lesa meira

Heimsmeistari

Sigurður Freyr Þorsteinsson nemandi í 10. SGP Brekkuskóla varð heimsmeistari með íslenska landsliði U18 í íshokkí laugardaginn 28. mars 2015. Við óskum Sigurði Frey innilega til hamingju með titilinn. Nánar á vef Skautafélags Akureyrar sem á fimm leikmenn í hópnum að þessu sinni en það eru þeir Róbert Guðnason, Halldór Ingi Skúlason, Heiðar Örn Kristveigarson, Matthías Már Stefánsson og Sigurður Freyr Þorsteinsson. 
Lesa meira

Páskaleyfi

Páskaleyfi hefst að afloknum skóladegi föstudaginn 27. mars 2015. Mæting nemenda eftir páskaleyfi er þriðjudaginn 7. apríl samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk Brekkuskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra ánægjulegra daga.
Lesa meira