Viðurkenning skólanefndar

Tilnefningar fyrir skólaárið 2014-2015 skulu berast rafrænt fyrir 20. apríl næstkomandi. Viðurkenningar verða afhentar við hátíðlega athöfn í maí og verður nánari dagsetning um viðburðinn send út síðar. Skólanefnd hefur frá árinu 2010 veitt einstaklingum og/eða stofnunum sem skarað hafa fram úr, viðurkenningar við hátíðlega athöfn. Veittar eru viðurkenningar í tveimur flokkum, annars vegar skólar/kennarahópar/kennari og hins vegar nemendur.

Grunnskólar og Tónlistarskólinn setja sér almennar reglur um það hvaða nemendur þeir tilnefna til viðurkenninga. Í flokknum skólar/kennarahópar/kennari geta foreldrar, nemendur, kennarar, skólar og bæjarstofnanir tilnefnt verkefni í skóla og/eða einstaklinga, til viðurkenningar.

 Frekari upplýsingar um viðurkenningu skólanefndar má finna hér.