Fréttir

Námsframvindusamtöl

Þriðjudaginn 3. febrúar og miðvikudaginn 4. febrúar2014 eru samtalsdagar hér  í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga.  Á síðasta skólaári prófuðum við nýtt fyrirkomulag á niðurröðun samtala sem felur í sér að foreldrar sjálfir bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is.   Þá er farið inn á fjölskylduvef mentor og smellt á hlekk sem birtist hægra megin á síðunni - "bóka foreldraviðtal". Greinargóðar leiðbeiningar vegna þessa má finna á slóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g
Lesa meira

Fræðsla um örugga netnotkun í 6. árgangi

Fræðsla á vegum "SAFT" www.saft.is og "Heimili og skóli" www.heimiliogskoli.is  verður í 6. árgangi föstudaginn 30. janúar 2015. Fræðslan er um jákvæða og örugga netnotkun. MYNDIR
Lesa meira

Snjalltækjanotkun barna og unglinga

Málþing verður haldið í Hofi fimmtudaginn 29. janúar 2015 kl. 20:00 - 21:30 um snjalltækjanotkun barna og unglinga. Að málþinginu standa SAFT,  Heimili og skóli og Samtaka Sjá nánari dagskrá hér.
Lesa meira

Skólaball

10. bekkur stendur fyrir búningaballi  í Brekkuskóla fyrir nemendur í  1.- 4. bekk fimmtudaginn 29. janúar kl. 16 - 17:30 Aðgangseyrir kr. 500,  innifalið er  ávaxtasafi og popp. Einnig verður ball fyrir 5.-7. bekk fimmtudaginn 29. janúar kl. 18 - 20 Aðgangseyrir kr. 500 Á  balli 5. - 7. bekkjar verður opin sjoppa. Vonumst til að sjá sem flesta 10. bekkur
Lesa meira

Dýravelferð og Hvalasafnið á Húsavík

22. janúar 2015 komu Sigursteinn Másson fyrir hönd Alþjóðadýravelferðarsjóðsins IFAW, og Huld Hafliðadóttir fyrir hönd Hvalasafnsins og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, í heimsókn til okkar.
Lesa meira

Örugg netnokun 8. bekkur

Jafningjafræðsla frá meðlimum ungmennaráðs SAFT verður í Brekkuskóla miðvikudaginn 28. janúar 2015 fyrir nemendur í 8. bekk. Fræðslan er um jákvæða og örugga netnotkun. MYNDIR
Lesa meira

Netnotkun íslenskra ungmenna

Þar sem framundan er kynningar- og málfundur um netnotkun barna á Akureyri 29. janúar næstkomandi, vekjum við athygli á grein um netnotkun íslenskra ungmenna og mörk sem foreldrar setja þeim um netnotkun. Niðurstöður skólaþings Brekkuskóla um þessi mál eru væntanlegar úr vinnslu og fróðlegt verður að sjá hvernig þær tóna við þessa rannsókn. Greinin er fengin í veftímaritinu Netlu 22/12/2014. Netnotkun hefur aukist mikið síðasta áratuginn og er orðin stór hluti af daglegu lífi margra, einnig ungmenna. Tækniþróun hefur leitt til þess að aðgengi að Netinu er ekki lengur bundið við heimatölvu og símalínu heldur er hægt að komast á Netið næstum hvar sem er og hvenær sem er. Í þessari ► grein Hjördísar Sigursteinsdóttur, Evu Halapi og Kjartan Ólafssonarer skýrt frá niðurstöðum rannsóknar á netnotkun ungmenna í 9. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi og hvort foreldrar setji ungmennunum einhverjar reglur eða mörk varðandi hana.
Lesa meira

Vel heppnaður spiladagur

Spiladagurinn 20. janúar var vel heppnaður. Nemendur komu saman í vinaárgöngum og spiluðu á ýmis spil og áttu notalega samveru með vinaárgangi og starfsfólki skólans. Það var gaman að sjá hvernig eldri nemendur tóku að sér að aðstoða þá yngri. Andrúmsloftið var litað af gleði og vellíðan. Finna má myndir frá þessum skemmtilega tilbreytingardegi hér.
Lesa meira

Verðlaunahafi

Ásdís María Þórisdóttir nemandi í 7. bekk Brekkuskóla hlaut 1. verðlaun á miðstigi í vísnasamkeppnigrunnskólanema, Vísubotn 2014 sem Námsgagnastofnun efndi til í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2014. Við óskum Ásdísi Maríu innilega til hamingju með framúrskarandi árangur. Hún er skólanum okkar til sóma og öðrum nemendum til fyrirmyndar. Botninn hennar Ásdísar Maríu er svona: Grýlukerti glitrar á, glóir sólin bjarta. Brennur stjarnan bjarta þá, bráðnar frosið hjarta. Sjá nánar frétt á nams.is
Lesa meira

5 að verða 6

Við fengum tvær heimsóknir frá Hólmasól í vikunni þar sem börn sem eru 5ára að verða 6 heimsóttu okkur og skoðuðu skólann og starfið. Þetta var fyrsta heimsókn þeirra af þremur á þessari önn. Næst koma þau og fara í kennslustund og fá að borða með okkur og í síðustu heimsókninni prófa þau að fara í íþróttatíma í Íþróttahöllinni. Vorskólinn fyrir innrituð börn verður síðan á sínum stað í maí. Innritun í skólann verður auglýst af Skóladeild og fer hún fram í marsmánuði. Heimsókn nemenda af öðrum leikskólum sem hyggja á skólavist í Brekkuskóla verður miðvikudaginn 21. janúar kl. 10:30 Sjá nánar í bréfi sem sent var á alla leikskóla bæjarins. Myndir frá heimsókninni 15. janúar Myndir frá heimsókninni 14. janúar
Lesa meira