11.12.2014
Í myndagalleríinu okkar eru komnar myndir frá listgreinum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Heimilisfræði
Textílmennt
Myndmennt, hönnun og smíði.
Lesa meira
11.12.2014
Miðvikudaginn 10. desember tóku kennarar Brekkuskóla þátt í klukkutíma kóðun (forritun) "Hour of code". Átta drengir úr 5. bekk
leiðbeindu kennurum, en þeir höfðu fengið þjálfun í upplýsingatæknitímum hjá kennara sínum Sigríði
Margréti Hlöðversdóttur. Drengirnir stóðu sig með prýði, voru hvetjandi og að því er virtist ánægðir með kennara
sína.
Myndir frá klukkutíma kóðun á kennarafundi.
Lesa meira
08.12.2014
Í Brekkuskóla kynnum við klukkutíma kóðun (forritun) fyrir nemendum og kennurum. Klukkutíma
kóðun/forritun "The Hour of Code" er alþjóðlegt verkefni
sem tugmilljónir nemenda frá 180+ löndum taka þátt
í. Engin reynsla er nauðsynleg til að taka þátt í klukkutíma kóðun/forritun og
hún hentar öllum á aldrinum 4 - 104 ára, eins og segir í kynningunni þeirra. Nánari kynning á
verkefninu er hér.
Code heldur úti nokkrum verkefnum sem má finna í kóðastúdíóinu þeirra á Code.org
Kóðaðu með Önnu og Elsu.Þetta skemmtilega verkefni hefur verið
útbúið til að vekja sérstaka athygli á forritun. Forritun er hér notuð sem leið til að fylgja Önnu og Elsu þegar þær
kanna töfra og fegurð íssins. Í verkefninu er snjókorn og mynstur búið til með því að láta þær skauta um ísinn
og svo getur þú einnig búið til eigin vetrarveröld til að deila með vinum! Hægt er að taka þátt í Frozen forritun hér, sem inniheldur um leið góðar leiðbeiningar. Prófaðu endilega.
Staðreyndir um forritunarvikuna.
Lesa meira
08.12.2014
Myndir af afrakstri listgreinatíma í smíðum og myndmennt eru komnar í galleríið okkar. Jólasveinarnir prýða nú gluggana
á brúnni samkvæmt hefðinni og smíðaðir hlutir á sýningarborðum bera einnig keim jólanna með sér. Sjá myndasafn.
Lesa meira
04.12.2014
Sáttmáli um upplýsinga- og samskiptatækni í Brekkuskóla hefur verið samþykktur á lýðræðislegan hátt.
Drög að sáttmálanum voru lögð fram í október 2014 bæði í Fréttabréfi skólans og í auglýsingu í
matsal. Skólasamfélagið var hvatt til að koma með ábendingar og ræða innihald sáttmálans og skila þeim í lokað hólf
eða á uppgefin netföng. Fjórar ábendingar bárust stýrihópnum sem tekið var tillit til. Sáttmálinn verður færður inn
í bækling skólans um umgengnisreglur og skýr
mörk við næstu umbætur á honum.
Sáttmálinn tekur mið af gildum skólans.
Lesa meira
01.12.2014
Fréttabréf desembermánaðar er komið út. Meðal efnis er dagskrá litlu jóla 19. desember og
viðburðadagatal. Lögð er áhersla á mikilvægi endurskinsmerkja þegar við erum utandyra í snjólausu skammdeginu og birt eru sýnishorn
af myndum frá árshátíð skólans sem haldin var í nóvember. Fleiri myndir má nálgast hér á vef skólans.
Lesa meira
01.12.2014
Af vef Námsgagnastofnunar: Í tilefni fullveldisdagsins 1. desember er upplagt að skoða vef Námsgagnastofnunar
með áhugaverðu efni sem tengist deginum. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir og Ingólfur Steinsson eiga heiðurinn að vefnum og þar má finna ýmsan
fróðleik, kennsluhugmyndir, ljóð og fleira.
Lesa meira
28.11.2014
Nú er aðventan í þann mund að ganga í garð og margir bíða óþreyjufullir eftir jólunum. Þá er ekki úr vegi
að stytta sér stundir og glíma við skemmtilegar þrautir. Athugið að jóladagatalið verður ekki virkt fyrr en 1. desember.
Opna síðuna í Dagsins önn
Lesa meira
05.12.2014
Föstudaginn 5. desember verður Dagur
íslenskrar tónlistar haldinn hátíðlegur og af því tilefni munu allar útvarpsstöðvar landsins spila þrjú íslensk
lög samtímis kl. 11.15. Íslendingar geta því sameinast við viðtækin og sungið lög til heiðurs íslenskri tónlist.
Markmiðið er að fá sem flesta til að kveikja á útvarpinu klukkan 11.15 og syngja með. Tilvalið er að safnast saman á sal þar sem
slíkur er til afnota til að allir geti sameinast í söng. Í Brekkuskóla ætlum við að vera með söngsal þennan
dag.
Nánara skipulag: kl. 11:10 1. - 3. bekkur
kl. 11:40 - 12:00 8. - 10. bekkur - ath. breyting!
kl. 12:00 - 12:20 4. - 6. bekkur
Hér er auglýsing með dagskránni. Nú er bara að æfa :-)
Lesa meira
19.11.2014
Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 09:00 var rýmingaræfing/brunaæfing í Brekkuskóla. Samkvæmt rýmingaráætlun fara allir nemendur skipulega
í röð, þegar út er komið, á sparkvellinum og malbikaða vellinum við hliðina á honum. Myndina tók Hjördís
Óladóttir kennari.
Lesa meira