Dýravelferð og Hvalasafnið á Húsavík

22. janúar 2015 komu Sigursteinn Másson fyrir hönd Alþjóðadýravelferðarsjóðsins IFAW, og Huld Hafliðadóttir fyrir hönd Hvalasafnsins og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, í heimsókn til okkar.

Sigursteinn fjallaði um dýravelferðarverkefni vítt og breytt um heiminn og þá stefnu samtaka hans að leita jákvæðra lausna fyrir menn og dýr í stað ómannúðlegra eða ónauðsynlegra dýradrápa. Þá fjallaði hann sérstaklega um seli og hvali á Norðurslóðum og hvernig náttúrutengd ferðaþjónustu hefur á undanförnum árum haft áhrif á hugmyndir manna um nýtingu náttúruauðlinda.

huld, fyrir hönd Hvalasafnsins og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, sagði frá upphafi og uppbyggingu Hvalasafnsins, hvenær starfsemi þess hófst og hver staða þess er í dag. Hún kom inn á framtíðarsýnina og sagði frá mikilvægi þess að eiga kost á góðri fræðslu um hvali. Þá sagði hún einnig frá starfsemi Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, sem sérhæfir sig í rannsóknum á hvölum.