16.10.2014
Myndir frá skólaþingi 2014
Þetta er í annað sinn sem Brekkuskóli stendur fyrir skólaþingi. Í janúar 2013 var umræðuefnið um þætti í
nýrri aðalnámskrá. Reynsla okkar af þessu fyrirkomulagi var mjög góð og var strax ákveðið að halda annað þing að
tveimur árum liðnum.
Lesa meira
16.10.2014
Almannavarnir, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sóttvarnalæknir hafa fengið nokkuð af fyrirspurnum frá leik- og grunnskólum um
hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk
haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að gosmengun getur legið í loftinu í
lægri styrk og við höfum því hvatt fólk til að treysta á eigin skynfæri og skynsemi. Ef fullorðnir finna fyrir einkennum og
óþægindum og líður betur inni gildir það sama um börnin. Engin ástæða er til að ætla að SO2 mengun sé
hættilegri börnum en fullorðnum, að mati Sóttvarnalæknis.
Lesa meira
15.10.2014
Niðurstaða úr "Göngum í skólann" átakinu er sem hér segir:
89% nemenda Brekkuskóla komu í skólann dagana 29. sept. - 8. okt. með eigin líkamsafli. Tveir bekkir stóðu sig best og mættu 100% gangandi
eða hjólandi í skólann. Það eru 6. ERK og 6. ÞG. Nemendur fá afhenda gullskóna sem viðurkenningu fyrir árangurinn og
síðar í vetur fá þau senda gjöf í formi bolta, sippubanda ofl.
Göngum í skólann-verkefnið leggur áherslu á að börn læri á umhverfi sitt með því að ganga í
skólann.
Við viljum öll að börnum finnist þau vera hluti af umhverfi sínu og læri þannig að bera virðingu fyrir því. Göngum í
skólann getur þar haft áhrif og foreldrar og börn eru því hvött til að fara gangandi í skólann og nota um leið
tækifærið til að kynnast sínu nánasta umhverfi. Sótt af vef www.gongumiskolann.is
Íþróttakennarar Brekkuskóla
Lesa meira
13.10.2014
Dagana 14. - 20. október fáum við heimsókn frá Noregi og Lettlandi. Heimsóknin er liður í Nordplus
verkefni skólans. Nú er heimsóknin senn á enda. Norsku kennararnir eru farnir heim en nemendur og kennarar frá Lettlandi fara heim mánudag. Laugardaginn
18. október fór hópurinn ásamt gestgjöfum í ferð að Mývatni og í jarðböðin.
Lesa meira
08.10.2014
Finna má nýjar myndir í myndagalleríinu okkar af verkum í myndmennt.
Lesa meira
09.10.2014
Hlutverk Vitundarvakningar er að kortleggja, samhæfa og stuðla að umfangsmiklu forvarnarstarfi í málaflokknum í samstarfi við viðkomandi aðila, huga
að rannsóknum varðandi ofbeldi gegn börnum og stuðla að aukinni samfélagsvitund um málaflokkinn. Fræðsla og forvarnir beinast fyrst og fremst
að börnum, fólki sem vinnur með börnum, réttarvörslukerfinu sem og almenningi.
Lesa meira
09.10.2014
Ljósmyndari í 1., 4., 7. og 10. bekk er væntanlegur þann 9. október. Kennarar annarra árganga yfirfara myndir á Mentor og senda nemendur í
ljósmyndum ef þurfa þykir.
Lesa meira
09.10.2014
Fimmtudaginn 9. október kl. 18 verður bingó í sal Brekkuskóla til styrktar útskriftarferð 10. bekkinga.
Húsið opnað kl. 17:30.
Stórglæsilegir vinningar.
Í hléi verða seldar pylsur og safi sem kostar 500 kr.
Verð á spjaldi 500 kr. Ath! Erum ekki með posa.
Hlökkum til að sjá þig - 10. bekkingar
Lesa meira
16.10.2014
Fimmtudaginn 16. október kl. 08:30-11:00 er fyrirhugað að halda 40 - 50 manna skólaþing í Brekkuskóla.
Við óskum eftir áhugasömum foreldrum/forráðamönnum til að sitja þingið.
Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Helenu Sigurðardóttur helenas@akmennt.is,
Margréti Þóru Einarsdóttur margretthora@akmennt.is eða Bergþóru
Þórhallsdótturbeggath@akureyri.is
Skólaþingið er liður í Nordplus samstarfsverkefninu E- learning Using Technology in Students’ Development og
þess vegna verða fulltrúar kennara og nemenda frá samstarfslöndunum, Noregi og Lettlandi með okkur á þinginu. Markmið þingsins er að
leiða saman fulltrúa þeirra sem koma að skólanum og skapa vettvang til umræðu um örugga netnotkun og umgengni við
tækni.Skólaþingið er liður í innleiðingu á nýtingu tækni við nám og kennslu í Brekkuskóla.
Lesa meira
02.10.2014
Lestrarátak fyrir 1. - 7. bekk byrjar 1. október 2014 og stendur til 1. febrúar 2015.
Lestrarátakið virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur lesa fylla þeir út miða sem foreldri og/eða
kennari kvitta á. Síðan verður miðinn settur í kassa sem staðsettur verður á skólasafninu. Í lok átaksins verða allir
miðarnir sendir til Heimilis og skóla og mun starfsfólkið þar taka við þeim.
Því fleiri bækur sem nemendur lesa því fleiri miða eiga þeir í pottinum. Bækurnar mega vera stuttar,
langar, myndabækur, teiknimyndasögur, á íslensku eða öðru tungumáli. Mikilvægast er að nemendur lesi.
Í lok átaksins dregur Ævar út 5 nemendur sem verða persónur í nýrri ævintýrabók sem hann er að skrifa og
kemur til með að heita Bernskubrek Ævars vísindamanns: Risaeðlur í Reykjavík. Bókin á að koma út með vorinu -
svo það er til mikils að vinna.
Lesa meira