Fréttir

Kynningarfundur 6. og 7. bekkur

Nú á haustdögum eru fyrirhugaðir kynningarfundirfyrir foreldra í 2., 3., 4., 6., 7., 9. og 10. bekk.Þeir verða haldnir sem hér segir: 2. og 3. bekkur miðvikudaginn 3. sept. kl. 08:00 f.h. 4. bekkur - mánudaginn 1. sept. kl. 08:00 f.h. 9. - 10. bekkur - fimmtudaginn 4. sept. kl. 08:00 f.h. 6. - 7. bekkur - föstudaginn 5. sept. kl. 08:00 f.h. Stjórn forldrafélagsins hvetur foreldra til að skipuleggja foreldrastarfið í vetur og nýta sér foreldramöppu sem er í umsjón foreldrafulltrúa árganganna. Morgunmóttökur verða á vorönn. Morgunmóttökur eru óformlegar móttökur í skólanum þar sem foreldrar/forráðamenn eru sérstaklega boðin velkomin. Þá kynna nemendur meðal annars það sem þau eru búin að vinna með í “uppbyggingu sjálfsaga” í skólanum.
Lesa meira

Viðurkenning skólanefndar

Fimmtudaginn 13. maí 2014 boðaði skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi þar sem veittar voru ýmsar viðurkenningar. Egill Andrason nú nemandi í 8. bekk Brekkuskóla hlaut viðurkenningu fyrir að leitast alltaf við að gera sitt besta og að vera jákvæð fyrirmynd.    Þetta var í fimmta sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari, en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu bæjarins. skólaþróunar HA fór yfir allar tilnefningar og gerði tillögu til skólanefndar.  
Lesa meira

Samræmd próf í 4. og 7. bekk

Fimmtudaginn 25. september þreyta nemendur 4. og 7. árgangs samræmt próf í íslensku. Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Samræmd próf í 10. bekk

Þriðjudaginn 23. september þreyta nemendur 10. árgangs samræmt próf í ensku.
Lesa meira

Samræmd próf í 10. bekk

Mánudaginn 22. september þreyta nemendur 10. árgangs samræmt próf í íslensku.
Lesa meira

Útivistardagur

Þriðjudaginn næstkomandi  2. september er fyrirhugaður útivistardagur í Brekkuskóla. 1.- 4. bekkur fer í útivistarferðir sem hér segir: 1. bekkur fer í gönguferði í Innbæinn, 2. bekkur fer í berjamó fyrir ofan Giljahverfi og 3. - 4. bekkur fer í Naustaborgir. Þennan dag fara nemendur heim eða í Frístund eftir matmálstíma. Frístund opnar kl. 12:10. 5.-10. bekkur fer í göngu yfir Vaðlaheiði svonefnda Þingmannaleið. Börnunum verður ekið í rútu að Systragili í Fnjóskadal og gengin vörðuð leið yfir heiðina að bænum Eyrarlandi. Leiðin er um 10 km löng og tekur 3-5 klst. að ganga. Að Eyrarlandi tekur við rúta sem ferjar göngufólkið að Brekkuskóla. Nemendur mæti kl. 08:00 í skráningu hjá umsjónarkennara í heimastofu. Brottför er áætluð kl. 08:15 Við heimkomu sem er áætluð í hádeginu, fara nemendur beint í mat í matsal (þeir sem þar eru skráðir). Eftir mat  fara nemendur og hitta kennara sinn í heimastofu til að láta merkja við heimkomu. Að því loknu fara nemendur heim. Þeir nemendur sem eru fyrr á ferðinni en umsjónarkennarar þeirra, skrá heimkomu hjá ritara skólans. Kennsla hjá þessum árgöngum fellur niður eftir hádegi. Útbúnaðarlisti fyrir Þingmannaleið: Bakpoki (með nesti og aukafötum) Góðir skór (helst gönguskór eða einhverjir vatnsheldir) Hlífðarbuxur Góðar og hlýjar buxur Flís/ullarpeysa Vindheldur jakki/úlpa Húfa/buff Vettlingar Nesti:  Gott og orkumikið, hafa nóg að drekka. Þeir foreldrar sem þess óska eru velkomnir með.
Lesa meira

Námskeið í sjálfstjórnarkenningunni

Þriðjudaginn 12. og miðvikudaginn 13. ágúst 2014 verður námskeið í Brekkuskóla um Uppbyggingu sjálfsaga.  Námskeiðið stendur yfir frá kl. 09:00 - 16:00 báða dagana og eru námkeiðsgögn innfalin. Boðið er upp á hressingu og hádegisverð meðan á námskeiði stendur. Skrifstofa skólans er lokuð á meðan á námskeiði stendur. Það er Judy Anderson sem ætlar að vera með okkur að þessu sinn og fara yfir það sem hún kallar sjálfstjórnarkenningu e. "control theory" og vinnur hún samhliða með nemendum námskeiðsins að hagnýtum verkefnum. Hér fyrir aftan má finna helstu gögn námskeiðsins í pdf formi: Líkan Control theory - Judy Anderson Sjö venjur í samskiptum Spurningaspjald rt
Lesa meira

Staðfesting í Frístund

Staðfesting í Frístund fyrir skólaárið 2014 – 2015 fer fram miðvikudaginn 13. ágúst kl. 10:00 – 15:00 Ágætu foreldrar/forráðmenn. Börn í 1.-4. bekk skólans eiga kost á gæslu eftir skólatíma dag hvern til kl. 16:15. Frístund er tilboð sem er hluti af skólastarfinu og er hluti af heildarstefnu skólans.  Staðfesta þarf umsókn um dvöl í Frístund með dvalarsamningi sem tilgreinir hvaða daga og tíma á að nota. Börn geta ekki byrjað í Frístund fyrr en gengið hefur verið frá dvalarsamningi. Þeir sem komast ekki ofangreindan dag eru vinsamlegast beðnir um að haf samband samkvæmt neðangreindum upplýsingum og við finnum saman annan tíma.
Lesa meira

Skólabyrjun haustið 2014

Skólastarf hefst með samtölum nemenda, foreldra og umsjónarkennara 21. og 22. ágúst 2014. Foreldrar skrá sig í samtal og fer hún fram á Mentor. Foreldrar/forráðamenn fá sendan tölvupóst þegar opnað hefur verið fyrir skráningu. Reikna má með að það verði opnað á tímabilinu 15. - 18. ágúst. Upplýsingar um skólavist, húsnæði skólans, námsgögn og skóladagatal má nálgast sem hér segir: Húsnæði skólans. Hafið samband við umsjónarmann skólahúsnæðisins eða skólastjóra. Umsókn um skólavist í Brekkuskóla. Umsóknareyðublað sendist útfyllt á ritara skólans. Námsgagnalistar fyrir skólaárið 2014 - 2015. Skóladagatal fyrir skólarið 2014 - 2015.
Lesa meira

Skapandi skóli

Hér getur að líta fleiri myndir frá skapandi skólastarfi í Brekkuskóla skólaárið 2013 -2014. Hér eru það verk úr myndmennt, textíl og smíðum.
Lesa meira