22.09.2014
Mánudaginn 29. september kemur töframaðurinn Einar Mikael í heimsókn.
1., 2. og 3. bekk er boðið á sýningu með honum á sal skólans sem stendur í 20 mín. Sýningin hefst kl. 11
Nánar um Einar Mikael.
Lesa meira
20.09.2014
Á reiknivél Orkusetursins,er hægt að reikna út hversu mikið sparast í bensín og í útblæstri CO2 við það
að ganga/hjóla í skólann og hversu mikið einstaklingur brennir á því að ganga ákveðna vegalengd. Prófaðu að reikna hvað þú getur sparað.
Lesa meira
24.09.2014
miðvikudaginn 24. september þreyta nemendur 10. árgangs samræmt próf í stærðfræði.
Lesa meira
19.09.2014
Laugardaginn 20. september er Hjóladagur fjölskyldunnar.
Hjólalest fer frá Glerárskóla og það væri gaman að sjá sem flesta mæta, lestarstjóri Glerárskóla verður
Jón M í Joes, en dagskráin er svona:
12:30 Hjólreiðafélag Akureyrar leiðir hjólalestir frá grunnskólum bæjarins að nýjum göngu- og
hjólreiðastíg við Drottningarbraut.
13:00 Nýr göngu- og hjólreiðastígur formlega vígður við gatnamót Miðhúsabrautar og Drottningarbrautar. Þaðan
hjólað saman að Ráðhústorgi.
13:30 Dagskrá á Ráðhústorgi.
Grillaðar pylsur og drykkir í boði
Kynning á vistvænum ökutækjum og rafhjólum
Börnin fá að skreyta göturnar
Myndataka fyrir þá sem vilja, í bílstjórasæti strætó
Slökkviliðið mætir á svæðið
Lesa meira
19.09.2014
Á námskeiðunum 1 - 5 - 8 fengu nemendur í 5. og 8. bekk hópeflikennslu á meðan foreldrar voru í hópvinnu og fræðslu á sal.
Uppbyggingarstefnan var grunnurinn að fræðslunni undir dyggri leiðsögn Rutar Indriðadóttur og foreldrar unnu T-spjald um hlutverk foreldra og hlutverk
umsjónarkennara. Hér meðfylgjandi eru myndir frá hópeflistund með nemendum í 5. bekk. Það voru
kennararnir Hanna Skúladóttir og Sigfríð Einarsdóttir sem sáu um hópeflið.
Lesa meira
15.09.2014
Síðari hluti foreldranámskeiðanna 1 - 5 - 8 halda áfram þessa viku sem hér segir:
Mánudagur 15. september kl. 16:30 - 17:30 - Foreldrar nemenda í 8. KI
Þriðjudagur 16. september kl. 16:30 - 17:30 - Foreldrar nemenda í 1. bekk
Miðvikudagur 17. september kl. 16:30 - 17:30 - Foreldrar nemenda í 5. bekk
Nánar auglýst í netpósti til foreldra í þessum árgöngum.
Stella R. Gústafsdóttir deildarstjóri
Lesa meira
16.09.2014
Þann 16. september 2010, á 70 ára afmæli Ómars Ragnarssonar, var ákveðið að sá dagur yrði upp frá því
tileinkaður íslenskri náttúru. Felst í þessu viðurkenning á fram- lagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um
mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska náttúru.
Markmiðið með degi íslenskrar náttúru er að beina sjónum landsmanna að hinni ein- stöku náttúru landsins, gögnum hennar og
gæðum. Sótt af vef Námsgagnastofnunar http://vefir.nams.is/dagsins/dagur_isl_natturu/index.html
Lesa meira
09.09.2014
Leitin að Grenndargralinu hefst 12. september
Að venju er Leitin í boði fyrir nemendur á unglingastigi í grunnskólum Akureyrar. Í ár er Leitin valgrein og er það í annað
skipti frá því að fyrsta Leitin fór fram haustið 2008. Þrátt fyrir nýtt fyrirkomulag er Leitin að Grenndargralinu í boði fyrir
alla nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Akureyrar, óháð því hvort þeir völdu hana sem valgrein eða ekki. Allt sem þarf
að gera er að hefja leik þegar fyrsta þraut fer í loftið, fara eftir fyrirmælum, leysa þrautina og skila lausnum til umsjónarmanns með
tölvupósti. Fyrir réttar lausnir sendir umsjónarmaður bókstaf til baka sem notaður verður til að mynda lykilorðið. Þetta er
endurtekið næstu níu vikurnar eða svo eða þar til kemur að lokavísbendingunni. Þá er Grenndargralið innan seilingar. Einfaldara getur
það ekki orðið.
Nánari upplýsingar um Leitina 2014 má nálgast á heimasíðu Grenndargralsins; www.grenndargral.is og á fésbókarsíðu
Grenndargralsins.
Lesa meira
08.09.2014
Við í 10.bekk erum að selja skólapeysur til söfnunar fyrir skólaferðalagið okkar.
Hver peysa kostar 6000 kr.
Mátunar/pöntunar dagar eru fimmtudaginn 11. september og föstudaginn 12. september frá kl. 15-18 báða
dagana.
Greiða þarf við pöntun, því miður er enginn posi.
Bestu kveðjur - peysunefndin J
Lesa meira
08.09.2014
Á degi læsis 8. september ætla nemendur og starfsfólk Brekkuskóla að velja með starfsfólki upplýsingaversins uppáhalds
sögupersónuna sína. Nemendur skrá á miða hvaða sögupersóna kemur fyrst upp í hugann og koma með miðana í
upplýsingaverið þar sem kjörkassar verða. Unnið verður úr gögnunum í næstu tölvutímum nemenda skólans.
Lesa meira