Göngum í skólann

Niðurstaða úr "Göngum í skólann" átakinu er sem hér segir: 89% nemenda Brekkuskóla komu í skólann dagana 29. sept. - 8. okt. með eigin líkamsafli. Tveir bekkir stóðu sig best og mættu 100% gangandi eða hjólandi í skólann. Það eru 6. ERK og 6. ÞG. Nemendur fá afhenda gullskóna sem viðurkenningu fyrir árangurinn og síðar í vetur fá þau senda gjöf í formi bolta, sippubanda ofl. Göngum í skólann-verkefnið leggur áherslu á að börn læri á umhverfi sitt með því að ganga í skólann. Við viljum öll að börnum finnist þau vera hluti af umhverfi sínu og læri þannig að bera virðingu fyrir því. Göngum í skólann getur þar haft áhrif og foreldrar og börn eru því hvött til að fara gangandi í skólann og nota um leið tækifærið til að kynnast sínu nánasta umhverfi. Sótt af vef  www.gongumiskolann.is Íþróttakennarar Brekkuskóla