Fréttir

Dagur íslenskrar tónlistar 5. desember

Föstudaginn 5. desember verður Dagur íslenskrar tónlistar haldinn hátíðlegur og af því tilefni munu allar útvarpsstöðvar landsins spila þrjú íslensk lög samtímis kl. 11.15. Íslendingar geta því sameinast við viðtækin og sungið lög til heiðurs íslenskri tónlist. Markmiðið er að fá sem flesta til að kveikja á útvarpinu klukkan 11.15 og syngja með. Tilvalið er að safnast saman á sal þar sem slíkur er til afnota til að allir geti sameinast í söng. Í Brekkuskóla ætlum við að vera með söngsal þennan dag. Nánara skipulag: kl. 11:10 1. - 3. bekkur kl. 11:40 - 12:00 8. - 10. bekkur - ath. breyting! kl. 12:00 - 12:20 4. - 6. bekkur Hér er auglýsing með dagskránni. Nú er bara að æfa :-)
Lesa meira

Brunaæfing - rýming á skólahúsnæði

Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 09:00 var rýmingaræfing/brunaæfing í Brekkuskóla. Samkvæmt rýmingaráætlun fara allir nemendur skipulega í röð, þegar út er komið, á sparkvellinum og malbikaða vellinum við hliðina á honum. Myndina tók Hjördís Óladóttir kennari.
Lesa meira

Starfsdagur - Frístund lokuð

Starfsdagur verður í Brekkuskóla mánudaginn 24. nóvember. Frístund er lokuð þennan dag.
Lesa meira

Dagskrá vegna dags íslenskrar tungu

Föstudaginn 14. nóvember verður sameiginleg dagskrá hjá 8. - 10. bekk grunnskólanna á Akureyri. Hingað í Brekkuskóla koma 8. bekkingar, 9. bekkur fer í Síðuskóla og 10. bekkur í Lundarskóla. Nemendur eiga að vera mættir í móttökuskólana kl. 8:45 og dagskrá hefst kl. 9:00.
Lesa meira

Myndir frá árshátíð 2014

Myndir frá árshátíð 2014 eru komnar inn í tengilinn "MYNDIR" hér fyrir ofan.
Lesa meira

Andri Snær Magnason rithöfundur

Andri Snær Magnason rithöfundur kemur til 4. bekkjar í heimsókn þriðjudaginn 11. nóvember 2014. Höfundurinn ætlar að ræða við nemendur og skoða afrakstur þeirra af vinnu með efni bókarinnar Sagan af bláa hnettinum.  Nemendur hafa unnið ýmis verkefni tengd sögunni út frá söguramma sem er samþætting nokkurra námsgreina við söguþráð bókarinnar. Bergþóra aðstoðarskólastjóri gerði sögurammann árið 1999 sem gefinn var út af Námsgagnastofnun. Afrakstur vinnu nemenda er að finna í stofum 209 og 210 en þau munu einnig stíga á svið á árshátíðinni og leika atriði úr sögunni. Andri Snær mun einnig líta við hjá 6. bekk. Myndir af nokkrum verkefnum Myndir frá heimsókn höfundarins í 4. og 6. bekk
Lesa meira

Ævar vísindamaður

Ævar vísindamaður mun heimsækja 6. og 7. bekk föstudaginn 14. nóvember 2014. Hann mun lesa upp úr bók sinni "Þín eigin þjóðsaga" sem er ævintýrabók sem kynnir magnaðan heim íslensku þjóðsagnanna fyrir börnum á nýjan hátt, en lesandinn ræður ferðinni sjálfur með því að fletta fram og til baka í bókinni. Í bókinni eru yfir 50 mismunandi endar - sumir góðir, aðrir slæmir - allt eftir því hvað lesandinn ákveður að gera. Þetta er bók sem er eins og tölvuleikur.
Lesa meira

Árshátíð Brekkuskóla 2014

Árshátið Brekkuskóla verður fimmtudaginn 13. nóvember. Hér má finna DAGSKRÁ árshátíðar 2014 Sýningar og ýmsar uppákomur verða víðs vegar um skólann. Hin vinsæla “ævintýraveröld” með hlutaveltu, tívolíþrautum, draugahúsi, spákonu, andlitsmálun, bíó o.fl. verður á sínum stað. Að venju er það 6. bekkur sem sér um ævintýraveröldina þar sem safna fyrir ferð að Reykjum á næsta skólaári.
Lesa meira

Fréttabréf - nóvember

Fréttabréf nóvember er komið út. Það sem ber hæst í nóvember er árshátíð Brekkuskóla sem haldin verður 13. nóvember Fréttabréf nóvembermánaðar.
Lesa meira

ADHD námskeið fyrir foreldra

Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6 - 12 ára barna með ADHD verður haldið laugardagana 1. og 8. nóvember næst komandi. Nánari dagskrá hér
Lesa meira