Rithöfundaklúbbur

Nú er tími Ævars vísindamanns liðinn sem lestrarátaks og Rithöfundaklúbbur tekur nú við. Rithöfundaklúbburinn virkar þannig að nemendur velja sér höfund og lesa 5 bækur eftir hann og fá þá viðurkenningarskjal. Á bókasafninu er búið að hengja upp tillögur að höfundum en nemendur mega stinga upp á öðrum höfundum. Þetta er hugsað sem ákveðin leið til að kynna rithöfunda. Hér er slóð á kynningu fyrir verkefnið ef þið viljið nýta ykkur og ég get líka komið í bekki og kynnt verkefnið. Síðan vil ég minna á Drekaklúbbinn sem er enn í gangi Bestu kveðjur, Sigríður Margrét upplýsingaveri Brekkuskóla