Fréttir

Dagur stærðfræðinnar

Hugmyndir að verkefnum eru á flotur.net Þessi dagur er einnig tileinkaður leikskólum.
Lesa meira

Fréttabréf - febrúar

Í febrúar leggjum við áherslu á gildið "samkennd" og er pistillinn í fréttabréfinu að þessu sinni frá Stellu deildarstjóra. Hún fjallar m.a. um þær kannanir sem lagðar eru fyrir reglulega og mikilvægi þess að skólasamfélagið taki þátt í þeim. Viðburðardagatalið er á sínum stað og niðurstöður foreldra af námskeiðinu 1 - 5 - 8 frá því í haust eru birtar. Við erum stolt af útkomunni og greinum í henni bæði ánægju og raunsæi foreldrahópsins. Það er gott veganesti fyrir okkur sem í skólanum starfa. Fréttabréfið febrúarmánaðar
Lesa meira

Rithöfundaklúbbur

Nú er tími Ævars vísindamanns liðinn sem lestrarátaks og Rithöfundaklúbbur tekur nú við. Rithöfundaklúbburinn virkar þannig að nemendur velja sér höfund og lesa 5 bækur eftir hann og fá þá viðurkenningarskjal. Á bókasafninu er búið að hengja upp tillögur að höfundum en nemendur mega stinga upp á öðrum höfundum. Þetta er hugsað sem ákveðin leið til að kynna rithöfunda. Hér er slóð á kynningu fyrir verkefnið ef þið viljið nýta ykkur og ég get líka komið í bekki og kynnt verkefnið. Síðan vil ég minna á Drekaklúbbinn sem er enn í gangi Bestu kveðjur, Sigríður Margrét upplýsingaveri Brekkuskóla
Lesa meira

Vöfflukaffi og peysumátun

Vöfflukaffi. Á samtalsdögunum ætla 10.bekkingar að vera með vöfflukaffi í matsal. Vaffla og drykkur kr. 500 Brekkuskólapeysur. Einhver eftirspurn hefur verið eftir Brekkuskólapeysunum sem seldar voru í haust. Hægt verður að máta og panta á samtalsdögunum. Verðið á þeim er 6000 kr. Ath. enginn posi er á staðnum. 10.bekkur
Lesa meira

Námsframvindusamtöl

Þriðjudaginn 3. febrúar og miðvikudaginn 4. febrúar2014 eru samtalsdagar hér  í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga.  Á síðasta skólaári prófuðum við nýtt fyrirkomulag á niðurröðun samtala sem felur í sér að foreldrar sjálfir bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is.   Þá er farið inn á fjölskylduvef mentor og smellt á hlekk sem birtist hægra megin á síðunni - "bóka foreldraviðtal". Greinargóðar leiðbeiningar vegna þessa má finna á slóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g
Lesa meira

Fræðsla um örugga netnotkun í 6. árgangi

Fræðsla á vegum "SAFT" www.saft.is og "Heimili og skóli" www.heimiliogskoli.is  verður í 6. árgangi föstudaginn 30. janúar 2015. Fræðslan er um jákvæða og örugga netnotkun. MYNDIR
Lesa meira

Snjalltækjanotkun barna og unglinga

Málþing verður haldið í Hofi fimmtudaginn 29. janúar 2015 kl. 20:00 - 21:30 um snjalltækjanotkun barna og unglinga. Að málþinginu standa SAFT,  Heimili og skóli og Samtaka Sjá nánari dagskrá hér.
Lesa meira

Skólaball

10. bekkur stendur fyrir búningaballi  í Brekkuskóla fyrir nemendur í  1.- 4. bekk fimmtudaginn 29. janúar kl. 16 - 17:30 Aðgangseyrir kr. 500,  innifalið er  ávaxtasafi og popp. Einnig verður ball fyrir 5.-7. bekk fimmtudaginn 29. janúar kl. 18 - 20 Aðgangseyrir kr. 500 Á  balli 5. - 7. bekkjar verður opin sjoppa. Vonumst til að sjá sem flesta 10. bekkur
Lesa meira

Dýravelferð og Hvalasafnið á Húsavík

22. janúar 2015 komu Sigursteinn Másson fyrir hönd Alþjóðadýravelferðarsjóðsins IFAW, og Huld Hafliðadóttir fyrir hönd Hvalasafnsins og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, í heimsókn til okkar.
Lesa meira

Örugg netnokun 8. bekkur

Jafningjafræðsla frá meðlimum ungmennaráðs SAFT verður í Brekkuskóla miðvikudaginn 28. janúar 2015 fyrir nemendur í 8. bekk. Fræðslan er um jákvæða og örugga netnotkun. MYNDIR
Lesa meira