Hlíðarfjall 3. mars

Góða skemmtun! Þriðjudaginn 3. mars er áætlað að allur skólinn fari í Hlíðarfjall til að njóta samveru og útiveru. Gert er ráð fyrir að dvelja í Fjallinu fram að hádegi. Þá fara nemendur í mat (þeir sem þar eru skráðir), heim eða í Frístund (þeir sem þar eru skráðir). Þeir nemendur í 4. – 10. bekk sem ekki eiga búnað geta fengið hann lánaðan í Fjallinu og munu umsjónarkennarar skrá hjá sér upplýsingar varðandi það. Þegar það er búið verður að athuga hvort ekki sé til búnaður fyrir alla.  Sá möguleiki getur komið upp að ekki verði nægur búnaður því er mjög mikilvægt að allir sem eiga búnað komi með hann.  Þeir sem velja göngu fremur en annað, ganga upp í Strítu og niður aftur. Í Strítu borða nemendur nestið sitt áður en haldið er niður aftur. Allir fara í skóla aftur með rútu. Gert er ráð fyrir að nemendur í 1. – 3. bekk noti eigin búnað eða skemmti sér á snjóþotum eða sleðum. Nánari upplýsingar verða sendar þegar nær dregur. 

Nemendur mæta í stofur samkvæmt stundaskrá þar sem merkt verður við þá.

 Farið verður frá skólanum sem hér segir:

 8. – 10. bekkur kl. 08:15
 4. – 7. bekkur kl. 08:45
 1. – 3. bekkur kl. 09:15

 Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir:

 1. – 3. bekkur kl. 11:30
 4. – 7. bekkur kl. 12: 00
 8. – 10. bekkur kl. 12:30

ATHUGIÐ! Nemendur þurfa að koma með til umsjónarkennara skriflegt leyfi að heiman ef þeir ætla að vera lengur en heimferð segir til um uppi í fjalli ( í boði fyrir 6. – 10. bekk). Nemendur þurfa þá að koma sér heim í samráði við foreldra sína.

 Þegar komið er í skóla aftur verður matur í matsal og eftir það fara nemendur heim eða í Frístund.Skólabíll fer frá skólanum kl. 12:45 þennan dag.

 Búnaður:

Snjóþotur, skíði, bretti, svartir plastpokar og snjósleðar eru leyfðir til fararinnar. Fyllsta öryggis verður gætt. Starfsfólki verður dreift á svæðið.

Hjálmar eru æskilegir.

Mikilvægt er að nemendur séu vel klæddir og í vel merktum fatnaði. Ekki gleyma snjóbuxunum, vettlingunum eða húfunni.

Nesti í vel merktum umbúðum/tösku.

Þær lyftur sem verða opnar eru:Töfrateppið, Hólabraut, Skálabraut, og Hjallabraut. Ef nemendur óska eftir að vera áfram í fjallinu þegar dagskrá lýkur þurfa þeir að hafa samþykki foreldra sem láta umsjónarkennara vita.  Lyftukortin gilda allan daginn en skila þarf búnaði eða semja um leigu á honum.  Ekki er hægt að bjóða upp á skíðakennslu en við munum aðstoða nemendur eins og kostur er.

Foreldrar eru velkomnir á eigin bílum.