Morgunmóttaka í 9. og 10. bekk

Morgunmóttaka í 9. og 10. bekk þriðjudaginn 14. apríl kl. 8:00 - 9:00. Nemendur og foreldrar fengu kynningu á því hvernig við getum nýtt okkur verkfæri uppbyggingastefnunnar um GÆÐAVERÖLDINA til að velta fyrir okkur hvernig við viljum hafa umhverfið sem við lifum í. Í morgunmóttökunni að þessu sinni var umræðan um það hvernig við viljum hafa skólann okkar. Til að leita svara við því voru lagðar fram spurningar sem nemendur svöruðu. Nemendum og kennurum var skipað í 15 hópa þar sem þrjár eftirfarandi spurningar voru ræddar: 1. Hvað einkennir góðan skóla? 2. Hvað finnst mér mikilvægast í samskiptum? 3. Hvað getum við gert til að ná þessu fram? Hóparnir skrifuðu niðurstöður hópanna á miða og skiluðu á veggspjald. Stefnt er að því að vinna með niðurstöðurnar áfram í umsjónartímum bekkja. Myndir frá hópvinnunni Kærar þakkir fyrir samveruna. Nemendur og starfsfólk í 9. - 10. bekk