Fréttir

1. bekkur kvaddi ljótu orðin á táknrænan hátt.

1. bekkur hittist fyrir utan skólann í gær og kvaddi öll ljótu orðin sem nemendur kunnu á táknrænan hátt. Með aðstoð slökkviliðsmanns voru ljótu orðin (sem skrifuð höfðu verið á miða) sett í þar til gerðan pott. Kveikt var í þeim sem voru endalok þeirra. Á nýja árinu 2016 ætla nemendur að vera duglegir að nota öll þau jákvæðu og gleðilegu orð sem þeir kunna. Fleiri myndir hér.
Lesa meira

Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 5. janúar

Mánudaginn 4. janúar er starfsdagur í Brekkuskóla og þriðjudaginn 5. janúar er skóli samkvæmt stundaskrá.Starfsfólk Brekkuskóla óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira

Bókagjöf Foreldrafélags Brekkuskóla

Foreldrafélag Brekkuskóla gefur nemendum veglega jólagjöf – bókagjöf til skólasafns! Þar sem nú er hafið mikið lestrarátak á landsvísu þótti foreldrafélaginu við Brekkuskóla mikilvægt að skólasafnið hefði að geyma áhugaverðar og spennandi bækur sem nemendur hefðu jafnvel sjálfir valið.  Foreldrafélagið fékk því nemendur á öllum skólastigum til að setja saman bóka-óskalista sem félagið fékk í hendur í byrjun desember.  Það færði síðan skólanum veglega bókagjöf  um 200 bækur og bætir þannig verulega aðgengi nemenda að nýju og fjölbreyttu lesefni. Þess má geta að bókaútgáfur voru sérlega liðlegar og veittu góða afslætti.  Fjölbreytt úrval bóka á skólasafni er mikilvægt fyrir nemendur til að örva og efla lestur. Á þennan hátt styður foreldrafélagið við skólasafnið í því að sinna sínu hlutverki og að nemendur hafi aðgang að lesefni sér til gamans og gagns. Undanfarin ár hafa myndast langir biðlistar eftir vinsælum bókum á skólasafninu en með þessari gjöf munu þeir styttast verulega. Bækurnar eru nú komnar í hús og fengu nemendur þær afhentar í morgun, á Litlu jólunum, 18. desember. Fleiri myndir hér.
Lesa meira

Veður

Ef veður eru válynd er reglan sú að  foreldrar meta hvort þeir treysta börnunum í eða úr skóla. Starfsfólk er til taks í skólanum en skóla er ekki aflýst nema í allra verstu veðrum, og er það þá gert með auglýsingu í útvarpi fyrir alla grunnskóla Akureyrarbæjar.Ef foreldrar meta það svo að þeir treysti ekki barni sínu í skólann þá eru þeir beðnir um að tilkynna það með  tölvupósti á brekkuskoli@akureyri.is eða í síma 4622525 og skráð verður leyfi á barnið.
Lesa meira

Snorrasaga hjá 6. bekk

Nemendur í 6. bekk hafa verið að vinna með Snorrasögu og völdu að vinna hana á mjög skemmtilegan máta. Fleiri myndir hér.
Lesa meira

Gaman að leika sér í snjó.

Nokkrir glaðir krakkar nýttu snjóinn vel í frímínútum í dag.
Lesa meira

Litlu jól 18. desember

    Litlu jólin - 18. desember 2015 Frístund opnar kl.08:00 fyrir nemendur sem þar eru skráðir.  Nemendur í 2., 4., og 10. bekk mæta klukkan 08:00 í heimastofur. Klukkan 09:00 koma þau á sal skólans, þar sem verður dansað í kringum jólatré. Skóladegi lýkur klukkan 10:00 og Frístund opnar þá fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Nemendur í 3. , 6., 7. og 8. bekk mæta klukkan 09:00 í heimastofur. Klukkan 10:00 koma þau á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur um klukkan 11:00 og Frístund verður opin fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Nemendur í 1., 5. og 9. bekk mæta klukkan 10:00 í heimastofur. Klukkan 11:00 koma þau á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur um klukkan 12:00. Frístund verður opin fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Starfsdagur verður mánudaginn 4. janúar. Kennsla hefst á nýju ári samkvæmt stundaskrá þann  5. janúar 2016. Skólabílar 18. desember verða sem hér segir: kl. 07:35   08:35  og  09:35  Innbær - Brekkuskóli     kl. 10:15   11:15 og  12:15  Brekkuskóli - Innbær         
Lesa meira

Starfsdagur 30. nóvember

Mánudaginn 30. nóvember verður starfsdagur hjá starfsfólki Brekkuskóla og nemendur í fríi. Frístund verður opin eftir hádegi fyrir þá sem þar eru skráðir.
Lesa meira

Erasmus+ verkefni Brekkuskóla

Búið er að stofna hlekk á Erasmus+ verkefni Brekkuskóla til hægri á heimasíðunni. Þetta verkefni heitir Learn, Create and Communicate og er samstarfsverkefni 6 landa og er verkefni til 3 ára.
Lesa meira

Eldvarnarfræðsla hjá 3. bekk

Í gær kom Slökkviðliðið í heimsókn til nemenda í 3.  bekk með eldvarnarfræðslu. Að því loknu fóru allir út  að skoða sjúkrabíl og meira að segja voru sírenur látnar hljóma örstutt. Fleiri myndir hér.
Lesa meira