Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekkjum grunnskólanna á
Akureyri fór fram í Menntaskólanum á Akureyri 6. apríl 2016.
Aðallesarar Brekkuskóla voru þau Saga Margrét Sigurðardóttir
og Kári Hólmgrímsson. Varamenn voru þau Hildur Þóra Jónsdóttir og Kári Þór
Barry. Það er skemmst frá því að segja að Kári Hólmgrímsson var valinn af
dómnefnd í 1. sæti keppninnar. Keppendur stóðu sig allir með stakri prýði og
var unun að hlusta á svo góðan upplestur. Það er ljóst að markmiðum Stóru upplestrarkeppninnar hefur verið náð en
þau eru m.a. að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum,
vandaðan upplestur og framburð, og fá alla nemendur til að lesa upp, sjálfum
sér og öðrum til ánægju.
Starfsfólk Brekkuskóla óskar Kára og 7. bekk öllum
til hamingju með árangurinn!