Síðan 1967 hefur Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar verið
haldinn hátíðlegur, í kringum 2. apríl sem er fæðingardagur H.C. Andersen. Hann
er haldinn hátíðlegur til að vekja athygli á barnabókum og kærleika sem fylgir
lestri. Eins og undanfarin ár færir IBBY á Íslandi íslenskum börnum smásögu að
gjöf í tilefni dagsins. Sagan í ár heitir Andvaka og er eftir þær Birgittu
Elínu Hassell og Mörtu Hlín Magnadóttur, höfunda Rökkurhæða.
Hér er slóð á söguna sem verður flutt 5. apríl 2016 kl.
9:10 á Rás 1:
http://ibby.is/dagur-barnabokarinnar-2016/