Í
síðustu viku hélt 1. árgangur upp á það að 100 dagar eru liðnir af skólagöngu
þeirra. Þau töldu góðgæti í kramarhús 10x10 stk. eða samtals 100. Áður höfðu
þau skreytt skólann og unnið með einingar, tugi og eitt hundrað á marga aðra
vegu tengt skólastarfinu. Eitt af því sem þau gera allt frá fyrsta skóladegi er
að telja skóladagana. Þegar 100 dagar eru liðnir er haldin hátíð þar sem þau
fara um skólann syngjandi og skemmta sjálfum sér og öðrum. Hér eru nokkrar myndir frá deginum.