21.09.2016
Nú í haust mun Brekkuskóli taka í notkun nýtt matstæki sem heitir Lesferill og er gefið út af Menntamálastofnun. Þar inni eru og verða ýmsar kannanir sem meta læsi. Kannanir sem mæla lesfimi eru þær fyrstu sem teknar verða í notkun og mæla leshraða nemenda. Um er að ræða staðlaðar kannanir sem taka mið af aldri. Þær verða lagðar fyrir alla nemendur í 2. - 10. bekk nú í haust og í 1. - 10. bekk eftir áramót.
Lesa meira
03.09.2016
280 nemendur í Brekkuskóla tóku þátt í
kjólagjörningi Þóru Karlsdóttur myndlistarmanns.
Þóra var með kjólagjörning í 280 daga í
fyrra, var í nýjum kjól á hverjum degi í 9 mánuði. Þann 10. september ætlar hún að sýna afrakstur gjörningsins í Listasafninu
og þurfti að flytja kjólana 280 frá vinnustofunni sinni niður Gilið í
Ketilhúsið þar sem sýningin verður sett upp. Þessi kjólaflutningur var tekinn upp og verður
hluti af sýningunni. Gjörningurinn tókst
með eindæmum vel og ekki spillti veðrið fyrir, sól og blíða lék við alla í
Gilinu.
Lesa meira
22.08.2016
Nú er komið út fyrsta Fréttabréf vetrarins og má lesa það hér.
Lesa meira
18.08.2016
Í vetur fer skólabíll úr Innbæ í Brekkuskóla: 07:35 Hafnarstræti / Keiluhöll07:36 Aðalstræti / Brynja07:38 Aðalstræti / Duggufjara07:41 Aðalstræti / Minjasafn (SVA) Aðalstræti / Naustafjara07:50 Laugargata Brekkuskóli
ATH! Ekki verður ferð úr skólanum að afloknum skóladegi.
Lesa meira
10.08.2016
Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem skráðu börn sín í vor og ætla að nýta þjónustu frístundar fyrir börn sín næsta skólaár þurfa að staðfesta skráninguna (Dvalarsamningur) með undirskrift dvalarsamnings mánudaginn 15. ágúst milli kl. 10:00 - 15:00. Þeir sem ekki komast þennan dag hafi samband við skólana til að ákveða tíma.
Forstöðumenn skólavistana eða ritarar verða við 15. ágúst og taka við staðfestingum. Símanúmer skólafrístundar Brekkuskóla: 462-2526 (ally@akmennt.is)
Lesa meira
10.08.2016
Skólinn hefst að venju með samtölum nemenda, foreldra og kennara 22. og 23. ágúst. Boðun í samtöl verður send í tölvupósti. Skráning í samtölin fer fram á Mentor eftir að tölvupóstur hefur borist. Ný lykilorð eða glötuð má nálgast samkvæmt leiðbeiningum þar um í tölvupósti frá skólanum um skólabyrjun.
Lesa meira
21.06.2016
Brekkuskóli tók þátt í Unicef söfnun á vordögum með því að
taka þátt í fjölbreyttri hreyfingu á 14 stöðvum sem íþróttakennarar settu upp á
skólalóðinni. Nemendur létu heita á sig og söfnuðu alls 123.469 kr. sem lagðar
voru inn á reikning Unicef. Þá er ótalin sú upphæð sem lögð var beint inn á
reikninginn hjá Unicef og við eigum eftir að fá nánari upplýsingar um.
Við þökkum nemendum, foreldrum og forráðamönnum kærlega
fyrir að leggja góðu málefni lið og stuðla að samkennd meðal nemenda um
stríðshrjáð börn.
Starfsfólk Brekkuskóla óskar ykkur gleðilegs sumars!
Lesa meira
09.06.2016
Hér eru myndir úr textilmennt vor 2016.Hér eru myndir úr heimilisfræði vor 2016
Lesa meira
09.06.2016
Hér eru nokkrar myndir af útskrift 10. bekkinga 6. maí 2016.
Lesa meira
08.06.2016
Bókagjöf sem skólinn fékk þegar Arndís Eva og Andri hrepptu 1. sætið í myndbandakeppninni Siljunni. Myndir hér.
Lesa meira