280 nemendur í Brekkuskóla tóku þátt í
kjólagjörningi Þóru Karlsdóttur myndlistarmanns.
Þóra var með kjólagjörning í 280 daga í
fyrra, var í nýjum kjól á hverjum degi í 9 mánuði. Þann 10. september ætlar hún að sýna afrakstur gjörningsins í Listasafninu
og þurfti að flytja kjólana 280 frá vinnustofunni sinni niður Gilið í
Ketilhúsið þar sem sýningin verður sett upp. Þessi kjólaflutningur var tekinn upp og verður
hluti af sýningunni. Gjörningurinn tókst
með eindæmum vel og ekki spillti veðrið fyrir, sól og blíða lék við alla í
Gilinu.