Fréttir

Skólabíll

Í vetur fer skólabíll úr Innbæ í Brekkuskóla: 07:35 Hafnarstræti / Keiluhöll07:36 Aðalstræti / Brynja07:38 Aðalstræti / Duggufjara07:41 Aðalstræti / Minjasafn (SVA)          Aðalstræti / Naustafjara07:50 Laugargata Brekkuskóli ATH! Ekki verður ferð úr skólanum að afloknum skóladegi. 
Lesa meira

Frístund - staðfesting fyrir skólaárið 2016-2017

Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem skráðu börn sín í vor og ætla að nýta þjónustu frístundar fyrir börn sín næsta skólaár þurfa að staðfesta skráninguna (Dvalarsamningur)  með undirskrift dvalarsamnings mánudaginn 15. ágúst milli kl. 10:00 - 15:00. Þeir sem ekki komast þennan dag hafi samband við skólana til að ákveða tíma.  Forstöðumenn skólavistana eða ritarar verða við 15. ágúst og taka við staðfestingum. Símanúmer skólafrístundar Brekkuskóla:  462-2526  (ally@akmennt.is)              
Lesa meira

Skólabyrjun

Skólinn hefst að venju með samtölum nemenda, foreldra og kennara 22. og 23. ágúst. Boðun í samtöl verður send í tölvupósti. Skráning í samtölin fer fram á Mentor eftir að tölvupóstur hefur borist. Ný lykilorð eða glötuð má nálgast samkvæmt leiðbeiningum þar um í tölvupósti frá skólanum um skólabyrjun.
Lesa meira

Unicef söfnunin

Brekkuskóli tók þátt í Unicef söfnun á vordögum með því að taka þátt í fjölbreyttri hreyfingu á 14 stöðvum sem íþróttakennarar settu upp á skólalóðinni. Nemendur létu heita á sig og söfnuðu alls 123.469 kr. sem lagðar voru inn á reikning Unicef. Þá er ótalin sú upphæð sem lögð var beint inn á reikninginn hjá Unicef og við eigum eftir að fá nánari upplýsingar um. Við þökkum nemendum, foreldrum og forráðamönnum kærlega fyrir að leggja góðu málefni lið og stuðla að samkennd meðal nemenda um stríðshrjáð börn. Starfsfólk Brekkuskóla óskar ykkur gleðilegs sumars!
Lesa meira

Myndir úr textilmennt og heimilisfræði vor 2016

Hér eru myndir úr textilmennt vor 2016.Hér eru myndir úr heimilisfræði vor 2016
Lesa meira

Útskrift 10. bekkinga úr Brekkuskóla 6. júní 2016

Hér eru nokkrar myndir af útskrift 10. bekkinga 6. maí 2016.
Lesa meira

Bókagjöf Siljan 2016

Bókagjöf sem skólinn fékk þegar Arndís Eva og Andri hrepptu 1. sætið í myndbandakeppninni Siljunni. Myndir hér.
Lesa meira

Viðurkenning Skólanefndar

Viðurkenningar Skólanefndar voru afhendar í gær við hátíðlega athöfn í Hofi. Markmiðið með þeim er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til. Við erum stolt að greina frá því að Kári Hólmgrímsson nemandi í 7. bekk og Sigurlína Jónsdóttir kennari hlutu viðurkenningu Skólanefndar að þessu sinni. Við óskum þeim innilega til hamingju!
Lesa meira

Skólaslit 6. júní 2016

Mánudaginn 6. júní eiga nemendur að mæta í stofur til umsjónarkennara samkvæmt neðangreindu skipulagi. Þeir koma síðan á sal 45 mín. seinna. Þar mun skólastjóri segja nokkur orð. Að lokum syngjum við okkur út í sumarið með tónlistarkennaranum Sigríði Huldu Arnardóttur. Nemendur mæta samkvæmt eftirfarandi tímasetningum: Kl. 9  mætir 5. og 6. árgangurkl. 10 mætir  7., 8. og 9. árgangurKl. 11 mætir  3. og 4. árgangurKl. 12 mætir 1. og 2. árgangur Skólaslit og útskriftarathöfn 10. bekkja hefst á sal skólans kl.15:30 og eru foreldrar, forráðamenn og velunnarar skólans hjartanlega velkomnir.    
Lesa meira

Föstudagur 3. júní - Útivist og vorgrill

Föstudaginn 3. júní verður hinn árlegi vorgrill- og leikjadagur Brekkuskóla. Þá fara nemendur í leikjastöðvar á skólalóð og enda svo í grilli á stéttinni við aðalandyri skólans. Dagurinn er líkt og í fyrra helgaður Unicef hreyfingunni  á Íslandi þar sem við sameinumst í verki með hreyfingu í þágu barna. Verkefnið felur í sér fræðslu um veruleika barna í fátækari löndum. Nemendur fá fræðslu hjá kennurum sem undirbúin er af Unicef hreyfingunni. Skólabíll fer frá Brekkuskóla kl. 12:15 þennan dag. Dagskrána má skoða hér:  
Lesa meira