Við í Brekkuskóla tókum þátt í Norræna skólahlaupinu eins og undanfarin ár. Börnin hlupu mis langt þau yngstu 1 km en þau eldri 5 km. Samanlagt hlupum við um 1700 km sem er mjög gott. Til samanburðar er hringvegurinn 1332 km.
Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Þátttaka íslenskra grunnskólanemenda hefur verið mjög góð og almenn í gegnum árin.
Með Norræna skólahlaupinu er leitast við:
-Að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu.
- Að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkamann og stuðla þannig að betri
heilsu og vellíðan.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is