Fréttir

Náttfataball

Miðvikudaginn 18. maí verða böll sem 10. bekkur stendur fyrir og er liður í fjáröflun fyrir skólaferðalagið.
Lesa meira

Fyrirlestur Sigga Gunnars útvarpsmanns

    Samtaka er búið að fá Akureyringinn Sigga Gunnars, Útvarpsmann á K-100, til að koma og vera með fyrirlestur fyrir 8 – 10 bekk í öllum grunnskólunum á Akureyri dagana 17. og 18. maí næstkomandi.  Í tilefni þess höfum við ákveðið í samstarfi við Sigga Gunnars að bjóða einnig foreldrum upp á fyrirlestur með honum og verður hann haldinn í Giljaskóla þriðjudagskvöldið 17. maí klukkan 20:00 Fyrirlesturinn ber heitið „Vertu þú sjálfur“ og fjallar um mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig, læra á sjálfan sig og samþykkja sjálfan sig og fer Siggi yfir sína sögu og tengir hana við almennar hugleiðingar.  
Lesa meira

Siljan - myndbandasamkeppni

Brekkuskóli hlaut í dag 100 þúsund króna bókaúttekt frá Barnabókasetri Íslands og Félagi íslenskra bókaútgefenda vegna sigurs Egils og Arndísar í Siljunni sem er myndbandasamkeppni Barnabókaseturs Íslands.  Ekki nóg með að þau unnu heldur urðu Kristíana og Ingunn í öðru sæti keppninnar sem er frábær árangur.  Við óskum þeim öllum til hamingju!
Lesa meira

Litlu-ólympíuleikarnir í Brekkuskóla

Brekkuskólaleikar árið 2016 verða settir mánudaginn 2. maí og standa til 4.  maí.  Að þessu sinni eru þeir sérstaklega veglegir þar sem nú er ólympíuár. Nemendur fara á milli stöðva og fá að taka þátt í margvíslegum íþróttagreinum og leikjum.  Má nefna: Jakahlaup, boltaleiki, golf, sund, skólahreysti og dans. Hver árgangur er auðkenndur með ákveðnum lit: 1. b gulur, 2. b rauður, 3. b grænn, 4. b dökk blár, 5. b svartur, 6. b fjólublár, 7. b bleikur, 8. b appelsínugulur, 9. b hvítur og 10. b ljósblár.   Markmið með leikunum eru m.a.:   · að efla samkennd meðal nemenda · að kynna nemendum mismunandi íþróttagreinar · að efla félagsþroska · að kenna nemendum að virða og fara eftir leikreglum · að kenna tillitssemi      
Lesa meira

1. maí-hlaup 2016

Eins og undanfarin ár stendur UFA fyrir 1. maí hlaupi á Akureyri. Þrjár vegalengdir verða í boði, 5 km hlaup með tímatöku, 2 km krakkahlaup og 400 m leikskólahlaup.  Hlaupið er keppni á milli grunnskóla þar sem keppt er um hlutfallslega þátttöku og sá skóli sem sigrar hlýtur veglegan bikar. Í skólakeppninni geta krakkarnir valið um að hlaupa 2 eða 5 km og er 5 km hlaupið er einnig opið öðrum keppendum. Keppni hefst kl. 12:00 í krakkahlaupinu en 12:45 í 5 km - en athugið að skráningu lýkur kl. 11:00.
Lesa meira

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk

Miðvikudaginn 20. apríl var haldin upplestrarhátíð á sal Brekkuskóla.  Nemendur í 4. bekk fögnuðu því að hafa tekið þátt í Litlu upplestrarkeppninni sem hófst formlega á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2015.  Nemendur hafa verið duglegir að æfa upplestur í allan vetur og fengu viðurkenningarskjal því til staðfestingar. Keppnishugtakið felur eingöngu í sér það markmið að keppa að betri árangri, ekki að keppa við bekkjarfélagana heldur sjálfan sig og stefna stöðugt að því að bæta framsögn og upplestur, að flytja móðurmálið sjálfum sér og öðrum til ánægju. 
Lesa meira

Valgreinar í 8.-10. bekk skólaárið 2016-2017

Skólaárið 2016-2017 geta nemendur valið úr fjölmörgum greinum. Markmiðið var að bjóða uppá fjölbreytt úrval valmöguleika og von okkar er sú að allir geti fundið sér áhugaverðar og spennandi greinar.  Valgreinar eru sumar sameiginlegar fyrir 8. - 10. bekk en aðrar einungis fyrir 9. og 10. bekk. Almennt samsvarar hver grein 2 kennslustundum á viku yfir veturinn en nú eru langflestar innanskólagreinarnar kenndar hálfan vetur hver og því þarf að velja sérstaklega fyrir haustönn annarsvegar og vorönn hinsvegar. Skipti milli greina eru um miðjan janúar 2017. Flestar samvalsgreinarnar eru kenndar allan veturinn hver grein. Þær eru kenndar í grunnskólum bæjarins og fleiri stöðum. Fimm greinar eru kenndar í VMA fyrir nemendur í 9. og 10. bekk, fjórar eru hálfs árs greinar og ein heilsárs.  Reiknað er með að nemendur geti nýtt sér strætisvagnakerfi bæjarins til að komast milli staða. Fyrirvari er gerður um að greinar geta fallið niður vegna lítillar þátttöku eða annarra ófyrirsjánlegra orsaka.  Einnig getur komið fyrir að fleiri sækja í greinar en hægt er að koma að.  Nánari upplýsingar eru í kynningarritum og á umsóknarblöðum – sem skila þarf í síðasta lagi mánudaginn 25. apríl nk.  Einnig er velkomið að hafa samband við Steinunni Hörpu, náms- og starfsráðgjafa, netfang steinunnh@akmennt.is Kynningarbæklingur 8. bekkur Kynningarbæklingur 9. og 10. bekkurUmsókn 8. bekkurUmsókn 9. og 10. bekkurList- og verkgreinar
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekkjum grunnskólanna á Akureyri fór fram í Menntaskólanum á Akureyri  6. apríl 2016. Aðallesarar Brekkuskóla voru þau Saga Margrét Sigurðardóttir og Kári Hólmgrímsson. Varamenn voru þau Hildur Þóra Jónsdóttir og Kári Þór Barry. Það er skemmst frá því að segja að Kári Hólmgrímsson var valinn af dómnefnd í 1. sæti keppninnar. Keppendur stóðu sig allir með stakri prýði og var unun að hlusta á svo góðan upplestur. Það er ljóst að markmiðum Stóru upplestrarkeppninnar hefur verið náð en þau eru m.a. að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum, vandaðan upplestur og framburð, og fá alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Starfsfólk Brekkuskóla óskar Kára og 7. bekk öllum til hamingju með árangurinn!
Lesa meira

Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar

Síðan 1967 hefur Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar verið haldinn hátíðlegur, í kringum 2. apríl sem er fæðingardagur H.C. Andersen. Hann er haldinn hátíðlegur til að vekja athygli á barnabókum og kærleika sem fylgir lestri. Eins og undanfarin ár færir IBBY á Íslandi íslenskum börnum smásögu að gjöf í tilefni dagsins. Sagan í ár heitir Andvaka og er eftir þær Birgittu Elínu Hassell og Mörtu Hlín Magnadóttur, höfunda Rökkurhæða. Hér er slóð á söguna sem verður flutt 5. apríl 2016 kl. 9:10 á Rás 1: http://ibby.is/dagur-barnabokarinnar-2016/  
Lesa meira

Blár apríl

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og föstudaginn 1.apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum. Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins. Stöndum saman og fögnum fjölbreytileikanum því lífið er blátt á mismunandi hátt!
Lesa meira