31.08.2017
Aðalfundur foreldrafélagsins í Brekkuskóla verður haldinn miðvikudaginn 6. september 2017
klukkan 20:00 í sal skólans.
Lesa meira
18.08.2017
Þriðjudaginn 22. ágúst og miðvikudaginn 23. ágúst 2017 eru samtalsdagar hér í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga. Við höfum það fyrirkomulag við niðurröðun foreldra í samtöl að foreldrar sjálfir bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is. Þá er farið á flipa/flís sem er efst í vinstra horni á forsíðunni og bókað viðtal.
Lesa meira
11.08.2017
Skólinn hefst að venju með samtölum nemenda, foreldra og kennara 22. og 23. ágúst.
Boðun í samtöl verður send í tölvupósti.
Skráning í samtölin fer fram á Mentor eftir að tölvupóstur hefur borist.
Ný lykilorð eða glötuð má nálgast samkvæmt leiðbeiningum þar um í tölvupósti frá skólanum um skólabyrjun.
Lesa meira
09.08.2017
Framlög Brekkuskóla í Unicef söfnunina enduðu í 131.984 krónum. Það er frábær árangur! Fjölmörg ómerkt framlög bárust frá Akureyri svo ef til vill er upphæðin hærri í raun.
Lesa meira
02.08.2017
Akureyrarbær hefur ákveðið að útvega nemendum í grunnskólum bæjarins öll helstu námsgögn í byrjun næsta skólaárs.
Lesa meira
13.05.2017
Dagana 22. og 23. maí verður væntanlegum 1. bekkingum boðið í Brekkuskóla.
Lesa meira
01.12.2016
Fréttabréf desembermánaðar er komið út, þar má m.a nálgast upplýsingar um Litlu-jólin, Erasmus+ verkefni og vinaverkefni sem unnið var á yngsta stigi.
Lesa meira
25.11.2016
Mánudaginn 28. nóvember verður starfsdagur hjá starfsfólki Brekkuskóla og nemendur í fríi, frístund verður opin fyrir hádegi fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira
24.11.2016
Í morgun fengum við góða heimsókn frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Grunnsveitin spilaði fyrir nemendur á yngsta stigi og var með kynningu á hljóðfærunum. Tónleikarnir tókust með afbrigðum vel og voru nemendur til fyrirmyndar, bæði áhorfendur og hljóðfæraleikarar. Takk fyrir okkur!
Lesa meira
23.11.2016
3. bekkur fékk góða heimsókn slökkviliðsmanna í tilefni af eldvarnarviku slökkviliða um land allt. Rætt var um eldvarnir og fengu börnin að skoða brunabílinn. Í framhaldi af því svöruðu börnin getraun og fengu ýmsar viðurkenningar fyrir m.a. handbók heimilisins um eldvarnir. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.
Lesa meira