Nú í haust mun Brekkuskóli taka í notkun nýtt matstæki sem heitir Lesferill og er gefið út af Menntamálastofnun. Þar inni eru og verða ýmsar kannanir sem meta læsi. Kannanir sem mæla lesfimi eru þær fyrstu sem teknar verða í notkun og mæla leshraða nemenda. Um er að ræða staðlaðar kannanir sem taka mið af aldri. Þær verða lagðar fyrir alla nemendur í 2. - 10. bekk nú í haust og í 1. - 10. bekk eftir áramót.