1-5-8 foreldrasamstarf

-1. bekkur 7. sept 16:30-18:30 foreldrar og 15. sept 16:30-18:00 foreldrar-5. bekkur 8. sept 16:30-18:30 foreldrar og nemendur og 16. sept 16:30-18:00 foreldrar-8. bekkur 9. sept 16:30-18:30 foreldrar og 17. sept 16:30-18:00 foreldrar og nemendur

  

Meginmarkmið er að foreldrahópurinn kynnist. Sterkur foreldrahópur getur í sameiningu tekið á málum sem upp geta komið og leyst á farsælan hátt. Jafnframt er markmiðið að hrista hópinn saman og hafa gaman sem er ekki síður mikilvægt.

Nemendur mæta í stofur og fara í hópefli með íþróttakennara. Foreldrar fara á sal og þar munu Jóhanna skólastjóri og Stella deildarstjóri kynna læsisstefnu Akureyrarbæjar.

Þá verður farið í valda þætti uppbyggingarstefnunnar og vinna kynnt sem unnin var í fyrra. Að lokum mun Vilborg Hjörný Ívarsdóttir sérfræðingur í félagsmálum barna og starfsmaður Rósenborg fjalla um gildi foreldrasamstarfs. Hún mun einnig stýra umræðuhópum.

Fyrra skiptið verður boðið upp á súpu og brauð í lokin. Seinna skiptið verður farið í létt hópefli og síðan haldinn bekkjarfundur þar sem foreldrar fá tækifæri til að kynna börnin sín.