Læsi og umferð

Komið er út tímarit Heimilis og skóla sem fjallar m.a. að stórum hluta um læsi.Einnig hefur vefurinn www.umferd.is verið endurbættur.      "Umferðarvefurinn inniheldur mörg fræðandi verkefni þar sem umferðarfræðsla er tvinnuð saman við aðrar námsgreinar sem kenndar eru í grunnskóla. Efni síðunnar gagnast kennurum og foreldrum til að fræða börnin á markvissan og árangursríkan hátt um umferðaröryggi. Meðal nýjunga má nefna bókahilluna þar sem nemendur geta fundið allar bækurnar um Krakkana í Kátugötu og æft sig í lestri um leið og þeir fræðast um mikilvægar umferðarreglur. Einnig er hægt að hlusta á upplestur Sigrúnar Eddu Björnsdóttur leikkonu á sögunum".   - Heimir Eggerz Jóhannsson Akureyri í stjórn Heimilis og skóla.