1. bekkur - árgangur 2008 hafa fengist við margvísleg verkefni. Þau hafa lært meðal annars að mikilvægt sé að safna góðum
skólaminningum, þau lærðu ný orð og fengu að heyra sögur. Þau fengu líka Sigríði Dóru
Sigtryggsdóttur skólahjúkrunarfræðing í heimsókn. Hún ræddi við þau um hjól og hjólaleiktæki og
mikilvægi þess að vera alltaf með öryggishjálm og annan öryggisbúnað þegar við á. Alltaf er mikilvægt að leika sér
á öruggu leiksvæði og fara varlega þar sem umferð er.