Reiðhjól og hjólaleiktæki

Nemendum skólans er heimilt að koma á reiðhjólum í skólann frá 7 ára aldri. Það er mjög mikilvægt að gengið sé frá hjólum við skólann. Reiðhjól og önnur hjólaleiktæki eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra, einnig er það á ábyrgð forráðamanna að nemendur noti viðeigandi öryggisbúnað. Umferð reiðhjóla á skólalóð á skólatíma er bönnuð. Umferð annarra hjólaleiktækja en reiðhjóla á skólalóð miðast eingöngu við frímínútur og hádegi á malbikaða vellinum austan megin við aðalbyggingu. Því miður er ekki hægt að geyma hjólaleiktæki inni í skólanum. Þessar reglur eiga einnig við um rafhjól og vespur.