Í Brekkuskóla kynnum við klukkutíma kóðun (forritun) fyrir nemendum og kennurum. Klukkutíma
kóðun/forritun "The Hour of Code" er alþjóðlegt verkefni
sem tugmilljónir nemenda frá 180+ löndum taka þátt
í. Engin reynsla er nauðsynleg til að taka þátt í klukkutíma kóðun/forritun og
hún hentar öllum á aldrinum 4 - 104 ára, eins og segir í kynningunni þeirra. Nánari kynning á
verkefninu er hér.
Code heldur úti nokkrum verkefnum sem má finna í kóðastúdíóinu þeirra á Code.org
Kóðaðu með Önnu og Elsu.Þetta skemmtilega verkefni hefur verið
útbúið til að vekja sérstaka athygli á forritun. Forritun er hér notuð sem leið til að fylgja Önnu og Elsu þegar þær
kanna töfra og fegurð íssins. Í verkefninu er snjókorn og mynstur búið til með því að láta þær skauta um ísinn
og svo getur þú einnig búið til eigin vetrarveröld til að deila með vinum! Hægt er að taka þátt í Frozen forritun hér, sem inniheldur um leið góðar leiðbeiningar. Prófaðu endilega.
Staðreyndir um forritunarvikuna.