Fréttir

Björguðu auðnutittlingi

"Kötturinn minn kom inn með auðnutittling og bróðir minn, Aron,  bjargaði honum" Þetta segir dýravinurinn  Berglind 5. ÞG um nýjasta fjölskyldumeðliminn. "Fyrst var hann þannig að hann gat ekki flogið, en núna er hann alveg búinn að jafna sig. Þegar við prófuðum að sleppa honum um daginn þá gróf hann sig bara í snjóinn á pallinum hjá okkur. Við ætlum að sleppa honum um leið og veðrið lagast". Munum að gefa smáfuglunum!
Lesa meira

Danskur farkennari

Danskur farkennari, Julie Fleisman, var í 6 vikur hér í Brekkuskóla. Hún vann með nemendum í 7.- 10. bekk dönskuverkefni sem var bæði skapandi og krafðist þess að nemendur töluðu dönsku. Þetta er í sjötta skipti sem grunnskólanemendur á Akureyri fá að njóta þess að hafa danskan farkennara. Verkefnið var einnig samþætt upplýsinga- og samskiptatækni. það er skemmst frá því að segja að nemendur voru mjög virkir í dönskunáminu. Hér má finna viðtal við nemendur og farkennarann á N4 í þættinum Að norðan. "Danska er skemmtileg" - sjá viðtal við nemendur
Lesa meira

Brekkuskóli kominn í 8 liða úrslit

Brekkuskóli er kominn í 8 liða úrslit eftir sigur liðsins okkar á Grunnskólanum í Bláskógabyggð. Nú fer spennan að stigmagnast. Keppnin fór fram að þessu sinni rafrænt á "Skype". Lið Brekkuskóla er skipað sem hér segir:  Halldór Heiðberg Stefánsson, Jóhannes Stefánsson og  Hallgrímur Hrafn Guðnason en þeir eru allir í 10. bekk FDG. Þess má geta að liðið var í alfræðivaláfanga í fyrravetur sem leggur grunn að undirbúningi keppenda í spurningakeppninni. Kennari í alfræði er Helena Sigurðardóttir. Ekki náðist í hóp í alfræðiáfanga í vetur en vonandi verður hægt að mynda hóp aftur næsta vetur. Myndir frá keppninni.
Lesa meira

Nýr skóli - sama barn 2

Verðandi nemendur 1. bekkjar á komandi hausti 2014 komu í heimsókn. Þetta var seinni hópurinn af tveimur. Nemendur fengu tækifæri á að fara í frímínútur, vera í kennslustund með 1. bekkingum og borða í matsal skólans. Hér má finna myndir frá heimsókninni.
Lesa meira

Leikfangabasar Unicef

Ungmennaráð Unicef á Íslandi og SAMTAKA á Akureyri ætla að standa fyrir leikfangabasar fyrir börn á Glerártorgi, laugardaginn 22. mars frá kl. 13-17. Við verðum í bilinu þar sem Ice in a bucket var. Markmiðið með basarnum er að fá börn til að nýta leikföngin sín betur, læra um umhverfisvæn sjónarmið og sjálfbærni á sama tíma og þau fá fræðslu um Barnasáttmálann og réttindi sín. 
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Í dag fór fram Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk í Brekkuskóla. Keppnin fór fram á sal skólans. Keppnin skiptist í þrjár umferðir líkt og í aðalkeppninni. Dómnefnd var skipuð sem hér segir: Auður Eyþórsdóttir grunnskólakennari, Steinunn Harpa náms- og starfsráðgjafi og Sigríður Margrét Hlöðversdóttir skólasafnkennari. Þeir sem keppa fyrir hönd Brekkuskóla eru eftirtaldir nemendur: Egill Bjarni Gíslason og Hafsteinn Davíðsson. Þeirra varamenn eru: Sandra Dögg Kristjánsdóttir og Egill Andrason. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fer fram í Menntaskólanum á Akureyri miðvikudaginn 2. apríl. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira

Nýr skóli - sama barn

Verðandi nemendur 1. bekkjar á komandi hausti 2014 komu í heimsókn. Við eigum síðan von á öðrum hópi í næstu viku. Nemendur fengu tækifæri á að fara í frímínútur, vera í kennslustund og borða í matsal skólans. Hér má finna myndir frá heimsókninni.
Lesa meira

Smíði og saumar

Í smíðum og saumum skapa nemendaur verur og vistarverur, húsbúnað og sængur. Skoðið endilega myndir af munum sem nemendur hafa búið til. Það vantar ekki hugmyndaflugið í Brekkuskóla.
Lesa meira

Byrjendalæsi í 1. bekk

Myndir frá byrjendalæsisvinnu í 1. bekk. Í Brekkuskóla hefur sú stefna verið tekin að kenna lestur sem byggð er á kennsluaðferðinni Byrjendalæsi á yngsta stigi skólans. Byrjendalæsi er einnig góður grunnur að kennsluaðferðinni Orð af orði sem kennd er í beinu framhaldi afByrjendalæsi á yngsta- og miðstigi. Nánari upplýsingar um byrjendalæsi.
Lesa meira

Mottumars

Föstudaginn 14. mars hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn. Brekkuskóli ætlar að taka virkan þátt. Á Mottudeginum látum við ímyndunaraflið ráða för og skörtum öllum mögulegum karlmennskutáknum og hvetjum landsmenn alla til að gera slíkt hið sama. Leyfum karlmennskunni að njóta sín þennan dag og hvetjum vini, vandamenn og vinnufélaga til að taka þátt í átakinu. Allir geta verið með mottu s.s. gervimottur, nælur, armbönd, hálsbindi o.fl.  Við hvetjum ykkur til að deila með okkur myndum með því að merkja þær #mottumars.  Berum út boðskapinn og búum til hraustlega stemmingu á morgun. Myndskeið Gleðilegan Mottudag!
Lesa meira