Stóra upplestrarkeppnin

Í dag fór fram Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk í Brekkuskóla. Keppnin fór fram á sal skólans. Keppnin skiptist í þrjár umferðir líkt og í aðalkeppninni. Dómnefnd var skipuð sem hér segir: Auður Eyþórsdóttir grunnskólakennari, Steinunn Harpa náms- og starfsráðgjafi og Sigríður Margrét Hlöðversdóttir skólasafnkennari. Þeir sem keppa fyrir hönd Brekkuskóla eru eftirtaldir nemendur: Egill Bjarni Gíslason og Hafsteinn Davíðsson. Þeirra varamenn eru: Sandra Dögg Kristjánsdóttir og Egill Andrason. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fer fram í Menntaskólanum á Akureyri miðvikudaginn 2. apríl. Nánar auglýst síðar.