Danskur farkennari

Danskur farkennari, Julie Fleisman, var í 6 vikur hér í Brekkuskóla. Hún vann með nemendum í 7.- 10. bekk dönskuverkefni sem var bæði skapandi og krafðist þess að nemendur töluðu dönsku. Þetta er í sjötta skipti sem grunnskólanemendur á Akureyri fá að njóta þess að hafa danskan farkennara. Verkefnið var einnig samþætt upplýsinga- og samskiptatækni. það er skemmst frá því að segja að nemendur voru mjög virkir í dönskunáminu. Hér má finna viðtal við nemendur og farkennarann á N4 í þættinum Að norðan. "Danska er skemmtileg" - sjá viðtal við nemendur