Mottumars

Föstudaginn 14. mars hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn. Brekkuskóli ætlar að taka virkan þátt. Á Mottudeginum látum við ímyndunaraflið ráða för og skörtum öllum mögulegum karlmennskutáknum og hvetjum landsmenn alla til að gera slíkt hið sama. Leyfum karlmennskunni að njóta sín þennan dag og hvetjum vini, vandamenn og vinnufélaga til að taka þátt í átakinu. Allir geta verið með mottu s.s. gervimottur, nælur, armbönd, hálsbindi o.fl.  Við hvetjum ykkur til að deila með okkur myndum með því að merkja þær #mottumars.  Berum út boðskapinn og búum til hraustlega stemmingu á morgun. Myndskeið Gleðilegan Mottudag!