Egill Bjarni og Hafsteinn
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekkjum grunnskólanna á Akureyri fór fram í Menntaskólunum á Akureyri (MA) þann 2. apríl 2014.
Aðallesarar Brekkuskóla voru þeir Hafsteinn Davíðsson 7. BG og Egill Bjarni Gíslason 7. BG. Varamenn voru þau: Sandra Dögg
Kristjánsdóttir 7. KI og Egill Andrason 7. BG.
Það er skemmst frá því að segja að Hafsteinn var valinn af dómnefnd í 1. sæti keppninnar. Keppendur allir stóðu sig
með stakri prýði og eins og Gunnar Gíslason fræðslustjóri orðaði það "Þið eruð öll sigurvegarar, þið
stóðuð ykkur svo vel"
Ingibjörg Einarsdóttir sagði í ávarpi sínu að undirbúningur þessarar keppni skipti miklu máli. Hún sagðist vita að
þar liggi mikil vinna að baki og þakkaði þeim fjölmörgu nemendum, starfsfólki skólanna og foreldrum fyrir samstarfið og
þátttökuna við undirbúning keppninnar.
Í upphafi og í hléi spiluðu nemendur úr 7. bekk sem stunda nám í Tónlistarskóla Akureyrar.
Stjórnendur og starfsfólk Brekkuskóla óskar Hafsteini og 7. bekk til hamingju með árangurinn!
Nánar um keppnina á landsvísu hér og myndir frá lokahátíðinni á Akureyri eru hér
Myndir á vef Skóladeildar sem Ólafur
Thoroddsen skólastjóri Síðuskóla tók.