Fréttir

Félagsmiðstöðin Trója

Félagsmiðstöðin Trója er staðsett í Rósenborg og er sameiginleg félagsmiðstöð fyrir Brekkuskóla, Lundarskóla, Naustaskóla og Oddeyrarskóla. Félagsmiðstöðin býður upp á opið starf þar sem unglingarnir sjálfir undir handleiðslu starfsmanna skipuleggja og sjá um viðburði. Einnig er í boði öflugt klúbbastarf. Þeir klúbbar sem eru í boði í vetur eru:
Lesa meira

Göngum í skólann átak 9. - 13. september

Í Brekkuskóla fer fram sérstök skráning á því hve margir nemendur koma gangandi/hjólandi o.s.frv. í skólann vikuna 9. - 13. september. Það er gert til að leggja sérstaka áherslu á mikilvægi hreyfingar og örugga umferð við skólann. Sá bekkur sem hlutfallslega kemur oftast gangandi/hjólandi o.s.frv. í skólann fær viðurkenningu. Umsjón með keppninni hafa íþróttakennarar skólans.
Lesa meira

Dagur læsis 8. september

Af vef Háskólans á Akureyri: Alþjóðadagur læsis er 8. september. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis og í ár taka Íslendingar í fjórða skiptið þátt í þessum alþjóðlega degi. Læsi verður gert hærra undir höfði þennan dag og eru það Miðstöð skólaþróunar við HA, Bókasafn HA, Amtsbókasafnið og Akureyrarstofa sem starfa saman að undirbúningi læsisviðburða á Akureyri. Í meðfylgjandi skjali er hægt að sjá hugmyndir að læsisviðburðum í tengslum við alþjóðadag læsis.
Lesa meira

Göngum í skólann

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í sjöunda sinn á útivistardegi Brekkuskóla, miðvikudaginn 4. september og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Í Brekkuskóla fer fram sérstök skráning á því hve margir nemendur koma gangandi/hjólandi o.s.frv. í skólann vikuna 9. - 13. september. Það er gert til að leggja sérstaka áherslu á mikilvægi hreyfingar og örugga umferð við skólann. Sá bekkur sem hlutfallslega kemur oftast gangandi/hjólandi o.s.frv. í skólann fær viðurkenningu. Umsjón með keppninni hafa íþróttakennarar skólans. Markmið verkefnisins eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ferðast með virkum og öruggum hætti í skólann. Á vef Samgöngustofu má lesa frétt um mikilvægi þess að kenna börnum á umferðina, en þar eru meðal annars talin upp 10 góð ráð sem mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn hafi í huga og fræði börnin sín um.
Lesa meira

Samstarf við VMA

Brekkuskóli hefur í samstarfi við VMA skipulagt valgreinar fyrir 8. - 10. bekk sem kenndar eru ýmist í VMA eða í Brekkuskóla. Í gær lögðu 12 grunnskólanemendur leið sína í VMA  til að nema trésmíði og í dag hófu 16 nemendur nám í raungreinavali í raungreinastofu Brekkuskóla. Hér má sjá nokkrar myndir úr fyrstu tímum í þessari frumraun.
Lesa meira

Skólabíll - Innbær 2013-2014

Skólabíll - Innbær Í skóla: 07:35 Hafnarstræti / Keiluhöll 07:36 Aðalstræti / Brynja 07:38 Aðalstræti / Duggufjara 07:41 Aðalstræti / Minjasafn (SVA)           Aðalstræti / Naustafjara 07:50 Laugargata Brekkuskóli Úr skóla: 13:30 frá Laugargötu Brekkuskóla
Lesa meira

Skólaþing epli.is haldið í Brekkuskóla

Skólaþing epli.is verður í Brekkuskóla fimmtudaginn 22. ágúst kl. 13:00 - 16:00. Þingið ber yfirskriftina „Meira í dag en í gær“ að þessu sinni og verður í fyrsta sinn haldin á tveim stöðum á landinu. Þingið verður annarsvegar í Salaskóla í Kópavogi en kennarar þar hafa verið að vinna áhugavert þróunarverkefni með iPad og svo í Brekkuskóla á Akureyri þar sem áhugasamur kennarahópur hefur verið að nýta iPad í kennslu. 21. ágúst     kl. 13:00    Salaskóli Kópavogi 22. ágúst     kl. 13:00   Brekkuskóli Akureyri Dagskráin er tvískipt líkt og áður en fyrst kemur heimsþekktur fyrirlesari sem ætlar að segja frá þeim áskorunum sem hann hefur mætt í starfi sínu sem kennari í fátækrahverfum Chennai borgar í Indlandi. Eftir hlé verða svo margvislegar vinnustofur. Nánari dagskrá verður auglýst síðar á vef skólaþingsins. Þátttaka á skólaþinginu er endurgjaldslaus fyrir starfsmenn skóla og menntastofnanna en það þarf að skrá sig til þátttöku á vefsíðu epli.is
Lesa meira

Viðurkenning skólanefndar

Fimmtudaginn 27. júní boðaði skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi – Hömrum, þar sem nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar var veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Það er skemmst frá því að segja að Hafdís Haukdal nemandi í 6. bekk Brekkuskóla 2012 - 2013 hlaut viðurkenningu fyrir dugnað og framfarir í námi sínu. Hafdís var í hópi fjölda einstaklinga sem hlaut viðurkenningu en nöfn þeirra allra verða birt á vef skóladeildar. Heiðursverðalaun hlaut Birgir Helgason sem var lengi vel kennari við Barnaskóla Akureyrar og sungu viðstaddir viðkenningarsamkonuna í Hofi skólalag Barnaskóla Akureyrar.
Lesa meira

Unicef söfnunin

Brekkuskóli tók þátt í Unicef söfnun á vordögum með því að taka þátt í fjölbreyttri hreyfingu á 16 stöðvum sem íþróttakennarar settu upp á skólalóðinni. Nemendur létu heita á sig og söfnuðu alls 405.894 kr. sem lagðar voru inn á reikning Unicef. Þá er ótalin sú upphæð sem lögð var beint inn á reikninginn hjá Unicef og við eigum eftir að fá nánari upplýsingar um.  Við þökkum nemendum, foreldrum og forráðamönnum kærlega fyrir að leggja góðu málefni lið og stuðla að samkennd meðal nemenda um stríðshrjáð börn. Þeir sem vilja leggja málefninu frekari lið geta lagt inn á reikning Unicef kt.481203-2950 reikn. 701-26-102010. Munið að setja "Brekkuskóli" sem skýringu á greiðslunni.
Lesa meira

Skólaslit 2013

Skólaslit Brekkuskóla fóru fram miðvikudaginn 5. júní. Stundin var hátíðleg að venju. Það eru  54 nemendur sem kveðja núna skólann og innritaðir hafa verið 45 nemendur í 1. bekk næsta skólaár. Stjórnendur þakka nemendum, foreldrum/forráðamönnum og samstarfsfólki samstarfið skólaárið 2013 - 2014. Myndir frá útskriftarathöfn 10. bekkja. Starfsdagar verða dagana 7. - 10. júní 2013. Skrifstofa Brekkuskóla verður opin til og með 21. júní 2013, en lokar eftir það vegna sumarleyfa. Þeir sem eiga eftir að skila Unicef umslögum eða vilja koma framlagi til Unicef geta komið framlögum á skrifstofu.
Lesa meira