Vikupóstur úr 5. bekk

Foreldrar ræða hlutverk skóla og hlutverk heimilis
Foreldrar ræða hlutverk skóla og hlutverk heimilis
Takk fyrir komuna í skólann miðvikudaginn 16. október.  Við vorum mjög ánægðar með 1-5-8 fundina. Margt gagnlegt var rætt m.a. afmælisboð, sígilt umræðuefni. Bergþóra ætlar að breyta uppsetningu á mentor og birta þar umsjónarhópa svo auðveldar sé að bjóða í afmæli og draga úr líkum á að einhver verði útundan. Daginn eftir okkar fund héldum við stelpu- og strákabekkjarfundi. Fundurinn með stelpunum var mjög gagnlegur og góður, þær stungu upp á því að halda "stelpuhitting". Á strákafundinum var byrjað á að fara í stuttan leik og síðan var rætt um fótboltavöllinn.  Guttarnir komu með nokkrar hugmyndir að lausn vandans og verða þær nýttar og hafa reyndar nú þegar verið nýttar með góðum árangri.

Börnin útbjuggu margföldunartöflur í vikunni og ætla að læra utanbókar á næstu vikum, þau koma til okkar kennaranna þegar þau eru tilbúin og við hlustum á þau þylja upp. 

Við minnum á haustfrí í næstu viku, föstudaginn 25. okt og mánudaginn 28. október.

Með kveðju úr skólanum, Erla Rán, Sigga, Þorgerður, Magga og Guðbjörn.