Kim heimsótti nemendur í 8. – 10. bekk og sagði frá bókunum sínum og hvernig á því stóð að hún varð rithöfundur. Nemendur voru búnir að undirbúa spurningar á dönsku eða sænsku og voru mjög duglegir að spyrja spurninga, allt frá:,,Hvað er skemmtilegast við að vera rithöfundur”? að spurningum eins og: ,,Hver er uppáhalds pokimon fíguran þín?” Kim var mjög glaðvær og alúðleg og sagði þeim að það besta við starfið væri að hafa tækifæri til að kynnast fólki eins og þeim og að hún væri með uppáhalds pokimon fíguruna sína á töskunni sinni sem hún keypti í Japan. Að mati nemenda var Kim skemmtileg og ófeimin og fannst þeim áhugavert að heyra að hún byrjaði að skrifa þegar hún var 8 ára en gaf ekki út sína fyrstu bók fyrr en hún var 43 ára. Hún taldi þær ekki nógu góðar og fóru þær allar ofan í skúffu þangað til maðurinn hennar tók af skarið og fór að segja frá því að hún væri rithöfundur.
Kim lýsti því hversu sterka þörf hún hefur fyrir að skrifa og hversu mikla ánægju hún hefur af því. Hún sagði að hugmyndirnar brytust um í höfðinu á sér og að hún yrði að koma þeim út. Hún hefur alltaf skrifað fyrir sjálfa sig og hennar draumur var einungis að prenta bók með nafninu sínu sem hún gæti sett í bókahilluna sína. Hana dreymdi aldrei um frægð og frama og trúði aldrei að það myndi gerast. Í Svíþjóð hafa komið út 26 bækur eftir hana og hafa sumar þeirra verið þýddar á önnur tungumál þ.á.m íslensku: Aftur til Pompei (2009), Ég er ekki norn (2010), Bölvun faraós (2011), Fallöxin (2012) og Töfrasverðið (2013).
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is