Bæjarstjórn hefur ákveðið að draga til baka áður ákveðna gjaldskrárhækkun á vistunargjöldum í Frístund sem
taka áttu gildi frá og með áramótum. Gjöld fyrir Frístund verða því óbreytt eða 330 kr. klukkustundin.
Fæðisgjöld munu hins vegar hækka um 6% og mun því hver máltíð í annaráskrift kosta 395 kr. Stök máltíð (minnst
10 skipti) kostar nú 530 kr. máltíðin, en var 501 kr.