Skákkennsla fyrir 4. - 6. bekk

Andri Freyr mun aftur bjóða upp á skákkennslu fyrir 4.- 6. bekk í janúar. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið stella@akureyri.is. Það eru allir velkomnir hvort sem þeir hafa tekið þátt áður eða ekki. Föstudaginn 10. janúar kl. 13:15 í 40-60 mínútur á bókasafninu Föstudaginn 17. janúar kl. 13:15 í 40-60 mínútur á bókasafninu Föstudaginn 24. janúar kl. 13:15 í 40-60 mínútur á bókasafninu Föstudaginn 31. janúar kl. 13:15 í 40-60 mínútur á bókasafninu Til upplýsinga og upprifjunar þá er Andri Freyr fyrrverandi nemandi í 10. bekk  og hefur hann telft skák í 8 ár. Hann er fyrrverandi skólaskákmeistari Brekkuskóla sem og skólaskákmeistari Akureyrar ásamt því að vera kjördæmismeistari Norðurlands eystra.